Fara í innihald

Kynhlutverk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Á seinni heimsstyrjöldinni unnu margar konur í störfum sem væru annars talin óhentug konum á þeim tíma

Kynhlutverk er kennilegt hugtak um fjölda félagslegra og hegðunarlegra norma, sem er talinn viðeigandi fyrir einstaklinga sem tilheyra ákveðnu kynferði, innan ákveðins samfélags. Litið er á kynhlutverk með tilliti til afstaðna, aðgerða og persónuleikaeinkenna á mismunandi hátt eftir samfélögum. Oft er rætt um kynhlutverk í sambandi við fjölskylduna auk innan samfélagsins almennt.

Deilt er um hve mikil áhrif innfæddi persónuleiki einstaklings hafi á kynjamismuni og hve stóru hlutverki samfélagslegir og menningarlegir þættir leiki, eða í hve miklum mæli mismunir þessir séu líffræðislegum þáttum að þakka.

Kynhlutverk eru rótgróin í menningu en víðast hvar eru aðeins tvö kyn viðurkennd, þó fleiri séu viðurkennd í ákveðnum samfélögum. Deilt er um hvernig á að skilgreina þriðja kyn, en í sumum samfélögum eru fleiri enn þrjú kyn viðurkennd. Kyntjáning (e. gender expression) á við hvernig einstaklingur lætur í ljósi kynvitund sína, t.d. með fatnaði eða hvernig hann hegðar sér.

  Þessi samfélagsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.