Málbreyting
Útlit
Málbreyting er breyting sem á sér stað í tungumáli sem getur snert hljóðkerfi, beygingar, orðaröð, orðaforða eða aðra eiginleika þess.
Til eru margar ástæður fyrir málbreytingum, svo sem líking, þar sem ólíkum myndum orðs fækkar er þeim er líkt við stofn þess, og málasamband, þar sem tvö eða fleiri mál koma í náið samband og hafa áhrif hvort á annað, svo dæmi séu nefnd. Önnur ástæða fyrir málbreytingum er sparsemi: það er að segja að hljóðum, atkvæðum, orðahlutum eða orðum er sleppt til að gera samskiptin hagkvæmari.