Meistarinn og Margaríta
Höfundur | Míkhaíl Búlgakov |
---|---|
Upprunalegur titill | Мастер и Маргарита |
Þýðandi | Ingibjörg Haraldsdóttir (1982) |
Land | Sovétríkin |
Tungumál | Rússneska |
Útgefandi | YMCA Press |
Útgáfudagur | 1966–67 (sem framhaldssaga), 1967 (í einu bindi), 1973 (óritskoðuð) |
ISBN | ISBN 9789979535263 |
Meistarinn og Margaríta (Мастер и Маргарита) er skáldsaga eftir rússneska rifthöfundinn Míkhaíl Búlgakov. Hún er af mörgum talin ein besta skáldsaga sem skrifuð hefur verið. Hún kom út í íslenskri þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur árið 1982 og formála ritaði Árni Bergmann. Bókin er undir miklum áhrifum af Fást eftir Þjóðverjann Goethe. Búlgakov hóf að skrifa bókina 1928 og skrifaði hana allt fram á dánardag sinn árið 1940. Bókin kom út í hlutum í tímariti á sjötta áratugnum, var fyrst gefin út í heild árið 1967 og fyrsta óritskoðaða útgáfan kom út 1973.
Söguþráðurinn greinir frá heimsókn djöfulsins til Moskvu þar sem hann veldur ýmsum usla. Á sama tíma er einnig sagan af píslargöngu Jesús frá Nasaret endursögð.
Bókin hefur oft verið endurútgefin bæði erlendis og á Íslandi.
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrsti kafli bókarinnar, birtur í Tímanum 1. nóvember 1981