Miguel Induráin
Útlit
Miguel Induráin (f. 16. júlí 1964) er spænskur hjólreiðamaður og meistari í götuhjólreiðum.
Induráin sigraði Tour de France-keppnina fimm ár í röð, frá 1991 til 1995. Auk þess sigraði hann Giro d'Italia tvisvar. Eftir að sjö sigrar Lance Armstrong voru ógiltir vegna lyfjamisnotkunar telst Induráin eiga metið í flestum sigrum í röð og deilir metinu í fjölda sigra með Jacques Anquetil, Bernard Hinault og Eddy Merckx.