Númeraplata
Númeraplata eða skráningarmerki er málmplata með runu bók- og tölustafa, s.k. bílnúmer, sem fest er á ökutæki til að einkenna það.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Bílnúmer á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsti bíllinn var fluttur til Íslands árið 1904 en það var ekki fyrr en 1914 sem sumir fóru að setja bílnúmer á bílana sína. Fyrstur til að gera þetta var Bifreiðafélag Reykjavíkur sem merkti bílana sína Br1, Br2 og svo framvegis. Seinna fara Sýslumenn að gefa út bílnúmer en þau númer byrjuðu öll með upphafsstöfum sýslunnar. Árið 1938 var ákveðið að hver sýsla fengi bara einn bóksstaf og þá voru gefin út svokölluð emeleruð númer.[1] Þau voru svört með hvítum tölum og bóksstöfum.[2] Það var svo árið 1950 sem steðjanúmer tóku við því emeleruðum númerin entust mjög illa. Steðjanúmerin voru líka svört með hvítum tölum og bókstöfum. Frá og með 1. janúar 1989 tók við nýtt útlit af númeraplötum sem voru hvít með bláum bókstöfum og er það útlit sem er notað í dag. Samhliða nýju útliti komu líka nýjar reglur um bílnúmer sem fól meðal annars í sér að bílnúmer voru föst við bílinn. Áður en núverandi skráningarmerki komu til sögunnar voru reglugerðir þannig að bílar skyldu merktir með bókstaf þess svæðis þar sem eigandi bílsins átti lögheimili. Sem þýddi að ef bíllinn var seldur milli landshluta þá fékk hann nýtt bílnúmer. Eins þá gat bílaeigandi haldið bílnúmerinu og sett á nýjan bíl.[1]
Skráningarbókstafir bílnúmera á gömlum skráningarmerkjum
[breyta | breyta frumkóða]A - Akureyrarkaupstaður og Eyjafjarðarsýsla
B - Barðastrandasýsla
D - Dalasýsla
E - Akraneskaupstaður
F - Siglufjarðarkaupstaður
G - Hafnarfjarðarkaupstaður og Gullbringu- og Kjósarsýsla
H - Húnavatnssýsla
Í - Ísafjarðarkaupstaður og Ísafjarðarsýsla
J - Íslenskir starfsmenn á Keflavíkurflugvelli
JO - Erlendir starfsmenn á Keflavíkurflugvelli
VL - Varnarliðið
VLE - Ökutæki hermanna
K - Sauðárkrókskaupstaður og Skagafjarðarsýsla
L - Rangárvallasýsla
M - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla
N - Neskaupstaður
Ó - Ólafsfjarðarkaupstaður
P - Snæfells- og Hnappadalssýsla
R - Reykjavík
S - Seyðisfjarðarkaupstaður og Norður-Múlasýsla
T - Strandasýsla
U - Suður-Múlasýsla
V - Vestmannaeyjakaupstaður
X - Árnessýsla
Y - Kópavogur
Z - Austur og Vestur-Skaftafellssýsla
Þ - Þingeyjarsýsla
Ö - Keflavíkurkaupstaður[3]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „Ekki leyfilegt að keyra um með særandi bílnúmer - RÚV.is“. RÚV. 8. mars 2021. Sótt 24. september 2024.
- ↑ „Sarpur.is - Bílnúmeraplata“. Sarpur.is. Sótt 24. september 2024.
- ↑ https://www.fornbill.is/numerapontun/