Neódým
Útlit
Praseódým | Neódým | Prómetín | |||||||||||||||||||||||
Úran | |||||||||||||||||||||||||
|
Neódým er frumefni með efnatáknið Nd og sætistöluna 60. Neódým er í flokki lantaníða og telst til sjaldgæfra jarðmálma. Það er harður, lítið sveigjanlegur silfurgrár málmur sem tærist auðveldlega í súrefni og raka. Þegar neódým oxast myndar það bleikar, fjólubláar og gular sameindir í oxunarstigum +2, +3 og +4.
Neódým var uppgötvað árið 1885 af austurríska efnafræðingnum Carl Auer von Welsbach. Það var fyrst notað til að lita gler. Það er notað í varanlega segla og í leysigeisla.