Fara í innihald

Norðvesturhéruðin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Norðvesturhéruðin innan Kanada
Þéttbýlisstaðir í fylkinu.
Fáni Norðvesturhéraðana
Miðbær Yellowknife

Norðvesturhéruðin (enska: Northwest Territories, franska: les Territoires du Nord-Ouest) er fylki í Norðvestur-Kanada. Fylkið á landamæri að Bresku Kólumbíu, Alberta og Saskatchewan í suðri, Júkon í vestri og Nunavut í austri. Höfuðstaðurinn er Yellowknife. Í fylkinu búa rúmlega 44 þúsund manns (2019). Rúmur helmingur íbúa er af frumbyggjaættum.

Námuvinnsla hefur verið þar á gulli og demöntum og einnig vinnsla á jarðgasi og olíu.

Landsvæði

[breyta | breyta frumkóða]

Fylkið er 1.346.106 ferkílómetrar að stærð. Barrskógar og túndra eru áberandi í landslaginu og túndran algengari eftir því sem norðar dregur. Hvítgreni vex allt að óshólmum Mackenziefljóts á 69. breiddargráðu og er það þar með norðlægasta barrtré Norður-Ameríku. Mackenziefljót sem rennur um fylkið er stærsta og lengsta fljót Kanada. Stöðuvatnið Stóra-Bjarnarvatn er stærsta stöðuvatn Kanada. Stóra-Þrælavatn er dýpsta stöðuvatn í Norður-Ameríku. Hæsti punktur fylkisins er Nirvana-fjall (2.773 m), við landamærin að Júkon.

Þjóðgarðurinn Wood Buffalo-þjóðgarðurinn er að hluta til í fylkinu.