Nostalgía
Útlit
Nostalgía er hugtak sem merkt getur tvennt: ljúfsáran söknuð til fyrri tíma (þegar allt var einfaldara, betra, viðkomandi var yngri o.s.frv.) og í öðru lagi heimþrá. Orðið kom fyrst upp árið 1688, en það ár var Johannes Hofer (1669-1752), svissneskur læknastúdent, að reyna þýða þýska orðið Heimweh sem merkir heimþrá. Orðið nostalgía er samsett úr tveimur grískum orðum (νόστος = nostos = að snúa heim, and άλγος = algos = verkur/sársauki). Íslenska orðið heimhugur þýðir hið sama og þýska orðið, en heimhugur merkir löngun, þrá til að komast heim. Orðið nostalgía fékk síðan víðtækari merkingu og merkir nú oftast söknuð til liðinna tíma.