Fara í innihald

Okur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Okur er lán með of háum vöxtum. Innan lögfræðinnar er okur auðgunarbrot, þ.e.a.s. ef fram kemur að hinn ákærði hefur notað sér bágindi annarra (t.d. fjárþröng) til að hagnast (óhæfilega) á viðskiptum sínum.

Á miðöldum var okur ekki flokkað sem ein af dauðasyndunum sjö, en féll undir skilgreininguna á grægði. Í Helvíti Dantes dveljast orkrar í sjöunda hringnum, neðar en jafnvel sjálfmorðingjar.

Okur á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Í kirkjuskipan Kristjáns 3. segir að okurkörlum skuli synja kvöldmáltíðarsakramentis. Þá var hvort tveggja kallað okur ef menn tóku of háa leigu (lögleigu) eða seldu vöru sína óhæfilega dýrt. Samkvæmt kristinrétti Árna Þorlákssonar biskups, árið 1275, var bannað að taka leigu eftir allt „dautt fé“ svo sem gull, silfur, vaðmál eða aðrar vörur. Hins vegar mátti taka leigu eftir allt „lifandi fé“. Þeir sem tóku leigu eftir dautt fé gerðust sekir um okur, enda urðu þeir að greiða sex aura og allt leigufé gert upptækt og rann helmingur hvors tveggja til konungs og biskups. Okurkarlar „féllu í forboð“ af verkinu sjálfu og máttu ekkl taka kirkjulega þjónustu né njóta legs í vígðum reit fyrr en þeir komust í sátt við kirkjuna.

Nútildags þegar samið er um lán er lánað með vöxum og þá talað um vaxtahæð. Að slíkum samningum eru menn hins vegar ekki frjálsir því íslensk lög leggja takmörk við hæð vaxta. Eru lögin frá árinu 1960 um bann við okri, dráttarvexti og fleira. Í hegningarlögum frá 1940 eru einnig refsiákvæði sem kveða á um viðurlög hafi menn meðal annars áskilið sér óleyfilega háa vexti með því að beita refsiverðri aðferð, sem kölluð er misneyting.

Okur í dómsmálum á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1984 kom í ljós að eiturlyfjasalar höfðu fjármagnað eituryfjakaup sín í útlöndum með okurlánum hér á Íslandi. Árið eftir fengu eiturlyfjaneytendur lán hjá okrara og héldu til útlanda til að flytja inn eiturlyf til landsins. Þeir voru handteknir. Litlar sögur fara af okurlánaranum. [1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.