Fara í innihald

Peter Sutcliffe

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Peter Sutcliffe (2. júní 1946 – 13. nóvember 2020), þekktur undir nafninu „The Yorkshire Ripper“, var breskur raðmorðingi. Árið 1981 var hann sakfelldur fyrir að myrða 13 konur og að reyna að myrða 7 aðrar. Hann fékk tuttugufaldan lífstíðarfangelsisdóm fyrir brot sín.

Hann tók upp ættarnafn móður sinnar og varð þá þekktur sem Peter William Coonan. Hann átti enga vini í skóla og hætti í skóla 15 ára og fór að vinna í lítilmótlegum vinnum. Hann vann sem grafari um 1960. Milli nóvember 1972 og apríl 1973 vann hann í verksmiðju. Eftir að hann hætti að vinna í verksmiðjunni vann hann á næturvakt í fyrirtækinu Britannia Works of Anderton árið 1973. Árið 1975 byrjaði hann að vinna sem ökumaður fyrir dekkja fyrirtæki. Árið 1976 var hann rekinn fyrir að stela notuðu dekk.

Hann kynntist Sonia Szurma sem var hálf-tékknesk og hálf-úkranísk. Hann hitti hana fyrst 14. febrúar 1967. Þau giftust 10. ágúst 1974. Konan hans missti nokkrum sinnum fóstur. Hún vann sem kennari. Þau notuðu launin í að kaupa þeirra fyrsta hús á staðnum Heaton í Bradford þar sem þau fluttu árið 1977. Hún fór frá honum 1982, þau skildu árið 1994.

Morðferill

[breyta | breyta frumkóða]

Peter réðst fyrst á gamla konu árið 1969 en var svo löng bið á milli árása þar sem næsta áras var 1975 og er ekki vitað hver ástæðan var fyrir þessari bið. Til þess að ná honum var kort notað yfir staðina sem árásirnar áttu sér stað. Fyrstu þrjár árásir hans misheppnuðust en ekki fyrr en í október það ár heppnast hjá honum og er það 28 ára Vilma McCann frá Leeds.

Peter Sutcliffe myrti 13 konur og reyndi að myrða 7 aðrar. Hann er í lífstíðarfangelsi í dag á Broadmoor High Security Hospital. Sutcliffe notaði í flestum tilfellum hamar til að ráðast á fórnarlömb sín. Mörg fórnarlambanna hans Peter Sutcliffe voru vændiskonur eða bara konur sem hann hélt væru vændiskonur. Ástæðan fyrir því var að þegar hann og kona hans voru að byrja saman sá hún hann með öðrum manni og reiður fór hann til vændiskonu og fór með hana en hann gat ekki gert sitt og ákvað samt að borga henni 5 pund en hann átti 10 pund og vildi hann fá til baka en þar sem hún borgaði ekki tilbaka og gaf hann henni annað tækifæri til þess þá ákvað hann að drepa hana, sem gerðist aldrei drap hann eldri konu í staðinn.

Hópur rannsóknarmanna komu saman til að rannsaka morðin voru þeir kallaðir „Ripper Squad“ og bættust alltaf fleiri við hópinn þegar málið stækkaði í þeim hópi voru. Svo var það „The Ripper Super Squad“ sem komu saman eftir morði á Jacqueline Hill.

Aðalmenn í málinu voru Dennis Hoban, George Oldfield, Richard Holland, James Hobson, Jack Ridgeway og David Gee.

Einn af þeim sem voru að rannsaka morðið sagði að í öllum 20 morðunum var hann í hausnum að ráðast 20 sinnum á eiginkonuna. Peter Sutcliffe var handtekinn 2. janúar 1981 vegna stolna númeraplatna og með vændiskonu í bílnum og tekinn inn á lögreglustöð þar sem spurt var hann spurninga og tóku þeir eftir að hann gæti verið The Yorkshire Ripper. Þegar hann var stoppaður af lögreglunni þá fór hann og sagðist þurfa að pissa en í raun fór hann með hamarinn sinn og hníf og faldi það og kom svo tilbaka þetta sama gerðu hann þegar hann kom á lörgreglustöðina sagðist þurfa að nota klósettið, og þar faldi hann annan hníf sem hann hafði á sér.

Maðurinn sem handtók Peter fór aftur á vakt daginn eftir og var á sömu staðsetingu og kvöldið áður mundi að Peter hafi farið og „pissað“ og ákvað að skoða þetta nánar og þar fann hann vopnin sem Peter hafði falið. Eftir langa yfirheyrslu játaði Peter að hann væri The Yorkshire Ripper. Í gegnum alla yfirheyrsluna var hann ekki með neinn mótþróa bað ekki um lögfræðing ekki heldur eftir að hann hafi játað. Hann sagði að hann væri feginn að honum hefði verið náð og ef honum hefði ekki verið náð hefið hann drepið vændkskonuna sem væri í bílnum.

Sutcliffe lést þann 13. nóvember árið 2020 úr veirusjúkdómnum COVID-19.[1] Hann hafði neitað að gangast undir meðferð vegna sýkinnar.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Atli Ísleifsson (13. nóvember 2020). „Al­ræmdur breskur rað­morðingi látinn af völdum Co­vid-19“. Vísir. Sótt 13. nóvember 2020.
  2. „Yorks­hire-morðing­inn lát­inn“. mbl.is. 13. nóvember 2020. Sótt 13. nóvember 2020.