Fara í innihald

Portolanokort

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Portolanokort frá 1541.

Portolanokort voru fyrstu raunverulegu siglingakortin og komu fram í byrjun 14. aldar. Þau voru notuð við siglingar af siglingafræðingum á vestanverðu Miðjarðarhafi. Kortin voru dregin á sauðskinn og öll sömu gerðar. Það var einungis merkt inn á þau hin ýmsu einkenni strandarinnar með nöfnum á skögum og höfnum og þess háttar kennileitum. Á kortin var síðan dregið mikið net lína og hringja, sem höfð var hliðsjón af við að ákveða stefnu frá einum stað til annars. Þessi portolano-sjókort viku smám saman fyrir kortum, sem landkortagerðarmenn drógu og af þeim varð Gerardus Mercator mestur við að auðvelda siglingar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.