Fara í innihald

Rauðþinur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rauðþinur
Rauðþinsskógur, Yosemite-þjóðgarðurinum
Rauðþinsskógur, Yosemite-þjóðgarðurinum
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þinur (Abies)
Tegund:
A. magnifica

Tvínefni
Abies magnifica
A.Murray
Náttúruleg útbreiðsla Abies magnifica
Náttúruleg útbreiðsla Abies magnifica
Nærmynd af útbreiðslusvæði
Nærmynd af útbreiðslusvæði

Rauðþinur, Abies magnifica, er þintegund frá vesturhluta Norður Ameríku, úr fjöllum suðvestur Oregon og Kaliforníu í Bandaríkjunum. Þetta er tegund frá hátt yfir sjávarmáli, yfirleitt í 1400 til 2700 metra hæð, en nær sjaldan upp að trjálínu. Nafnið Rauðþinur kemur vegna litar barkarins á gömlum trjám. Þetta tré var uppgötvað af William Lobb í leiðangri hans til Kaliforníu (1849 – 1853), en David Douglas hafði yfirsést það.[2]

Abies magnifica er stórt sígrænt tré, oft að 40 til 60 metra hæð og 2 metrar að þvermáli, sjaldan 76.5 metra hátt og 3 metrar í þvermál, með granna keilulaga krónu. Börkurinn á ungum trjám er sléttur, grár, og með kvoðublöðrum, og verður rauðgulur, grófur og sprunginn á gömlum trjám. Barrið er nálarlaga, 2 til 3.5 sm langt, blágrænt að ofan og að neðan með áberandi loftaugarákum, og með hvössum oddi. Það er í spíral eftir sprotanum, en undið lítillega (s-lögun) til að vera uppsveigt ofan við sprotann.. Könglarnir eru uppréttir, 9 til 21 sm langir, gulgrænir (stöku sinnum purpuralitir), og verða brúnir og sundrast við þroska til að sosa vængjuð fræin að hausti.

Abies magnifica: Könglarnir eru uppréttir á greinunum
Abies magnifica: Barrnálarnar vísa upp

Það eru tvö, hugsanlega þrjú afbrigði:

  • Abies magnifica var. magnifica A.Murray, rauðþinur — könglarnir eru stórir (14 til 21 sm), hreisturblöðkurnar eru stuttar, ekki sjáanlegar á lokuðum könglum. Mestöllu útbreiðslusvæði tegundarinnar, aðallega í Sierra Nevada.
  • Abies magnifica var. shastensis Lemmon, (samnefni, Abies shastensis (Lemmon) Lemmon) Shasta rauðþinur — könglarnir eru stórir (14 til 21 sm), hreisturblöðkurnar eru lengri, sjáanlegar á lokuðum könglum. Norðvesturhluta útbreiðslusvæði tegundarinnar, í suðvestur Oregon og norðvestur Kaliforníu (Shasta County, Siskiyou County og Trinity County).
  • Abies magnifica var. critchfieldii Lanner — í austurhlíðum Sierra Nevada — hugsanlega þriðja afbrigðið, einnig með langar hreisturblöðkur, er svo með smærri köngla, 9 til 15 sm langa.

Rauðþinur er náskyldur eðalþin (Abies procera), sem tekur við af honum lengra norður í Fossafjöllum. Þeir eru best greindir í sundur á barrinu; Eðalþinur er með gróp eftir miðstrengnum ofan á; rauðþinur hefur þetta ekki. Rauðþinur hefur einnig tilhneigingu að vera með gisnara barr, með sprotann vel sýnilegan, þar sem sprotinn er að mestu falinn undir barrinu á eðalþini. Könglar rauðþins eru yfirleitt með styttri stoðblöðkur, nema hjá Abies magnifica var. shastensis; þetta afbrigði er talið af sumum grasafræðingum vera blendingur milli tegundanna.


Viðurinn er notaður í byggingariðnaði og pappírsframleiðslu. Hann er einnig vinsæll sem jólatré.


Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Farjon, A. (2013). Abies magnifica. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2013: e.T42290A2970154. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42290A2970154.en. Sótt 19. nóvember 2021.
  2. Toby Musgrave; Chris Gardner & Will Musgrave (1999). The Plant Hunters. Seven Dials. bls. 147. ISBN 1-84188-001-9.

Viðbótar lesning

[breyta | breyta frumkóða]

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.