Rauðbrystingur
Rauðbrystingur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Rauðbyrstingur í varpbúningi
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Calidris canutus (Linnaeus, 1758) | ||||||||||||||
Dreifing og ferðir Rauðbrystingstegundanna sex
| ||||||||||||||
Undirtegundir | ||||||||||||||
Raðað í stærðarröð: | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Tringa canutus |
Rauðbrystingur (fræðiheiti: Calidris canutus) er meðalstór strandfugl af snípuætt.
Einkenni
[breyta | breyta frumkóða]Lengd: 23 – 25 cm. | Þyngd: 150 gr. | Vænghaf: 67 – 61 cm. | Þessi mál eiga við um undirtegundina islandica sem er fargestur á Íslandi[2]
Rauðbrystingurinn er meðalstór vaðfugl, örlítið búttaður og lítið eitt stærri en Lóuþræll. Hann er líkur Lóuþræl í hegðun nema að hann er allur hægari á sér og rólegri. Með stuttan háls og lítið höfuð og augu, svartan frekar grannan gogg sem er álíka langur og höfuðið og stutta svarta fætur. Á veturnar er hann grár að mestu en brúnn ofan á baki og litur kynjanna svipaður. Í varpbúningi er hann aftur á móti með gráar strípur ofan á höfði og flekki ofan á baki en annars rauðgulur á höfuð, herðar og bringu en aðeins ljósari á kviðnum. Kynin eru nánast eins en þó er kvenfuglinn ívið ljósari á litin.
Útbreiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Hann er farfugl og verpir á Norðurslóðum í Kanada, Evrópu og Rússlandi. Til eru sex undirtegundir sem hver fyrir sig hefur mismunandi varp-og veturstöðvar. Er Rauðbrystingurinn sá strandfugl sem ferðast hve lengst á varpstöðvarnar en hann sem dæmi fer frá syðsta odda Suður-Ameríku til nyrstu heimskautaeyja Kanada. Ekki fara þó allar undirtegundirnar jafn langt. Sú þeirra sem kemur við á Íslandi hefur vetursetu við strendur Vestur-Evrópu, aðalega Bretlandseyjum og er fargestur á Íslandi, það er stoppar hér aðeins til að næra sig fyrir áframhaldandi ferðalag til norður Grænlands og Kanada þar sem hann verpir en verpir ekki á Íslandi. Þeir eru mjög félagslindir og ferðast margir saman jafnvel svo þúsundum skipti. Af deilitegundinni islandica sem kemur við á Íslandi þá koma þeir í stórum flokkum frá miðjum apríl og eru fram í byrjun júní og eru það um 250 – 300 þúsund fuglar sem eru um 77%[3] af stofnstærðinni, hinn hluti stofnsins fer um Norður-Noreg. Færri fuglar koma við á haustin en þá eru þeir á ferðinni frá miðjum júlí og út september. Við fuglatalningar að vetri hafa alltaf fundist nokkrir rauðbrystingar sem hafa haft vetursetu, en þó ekki nema 10 - 50 fuglar.[4]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ BirdLife International (2012). „Calidris canutus“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2012.1. Sótt 16. júlí 2012.
- ↑ „Rauðbrystingur“. Námsgagnastofnun-fuglavefurinn. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. mars 2016. Sótt 8. mars 2013.
- ↑ „Vöktun íslenskra fuglastofna - Forgangsröðun tegunda og tillögur að vöktun“ (PDF). Náttúrufræðistofnun Íslands. Sótt 8. mars 2013.
- ↑ „Vaðfuglar“. Náttúrufræðistofa Kópavogs. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. mars 2016. Sótt 8. mars 2013.