Ritföng
Útlit
Ritföng kallast þeir hlutir sem notaðir eru til að skrifa, efni sem skrifuð er á og tengdir hlutir. Þau eru helst notuð í heimilum, skrifstofum og skólum.
Svona má flokka ritföng:
- skriffæri — blýantar, pennar, merkipennar, áherslupennar, vaxlitir, blek, leiðréttingalakk
- borðföng — heftarar, heftilosarar, blýantsyddarar, gatarar, bréfahnífar
- festingar — heftivír, bréfaklemmur, bréfanaglar, lím, límband, kennaratyggjó, teiknibólur
- pappírsvörur — umslög, rissblokkir, stílabækur, límmiðar, merkimiðar
- geymsla — bréfabindi, gatapokar, möppur, klemmuspjöld, pennaveski