Fara í innihald

Skjaldarmerki Tékklands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skjaldarmerki Tékklands

Skjaldarmerki Tékklands samanstendur af fjórum minni skjöldum. Tveir þeirra eru eins, efst til vinstri og neðst til hægri en það er hvíta ljónið í skildi Bæheims. Efst til hægri er hvíti örn Mæri en neðst til vinstri er svarti örn Slesíu. Skjaldarmerkið var innleitt í Tékklandi 1993.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.