Fara í innihald

Stórmarkaður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Inni í Tesco stórmarkaðinum á Bretlandi.

Stórmarkaður er verslun sem selur mat og heimilisvörur. Hann er stór og er honum skipt í ýmsar deildir með göngum. Í stórmarkaði eru seldar fleiri vörur en í hefðbundinni matvöruverslun.

Stórmarkaðir samanstanda oft af kjöt-, mjólkur-, ávaxta-, grænmetis- og brauðdeildum að ógleymdum hillum fyrir niðursuðuvörur og ýmsar aðrar vörur. Í sumum löndum má einnig selja áfengi í stómörkuðum. Stórmarkaðir selja oft hreinsivörur, lyf og föt. Verð varanna er oft lægra en í öðrum verslunum og nauðsynjavörur (eins og brauð, mjólk og sykur) eru oft seldar undir kostnaðarverði. Til þess að hagnast selja stórmarkaðir alls fleiri vörur og aðrar vörur á hærri verði.

K-Citymarket stórmarkaður í Viiri verslunarmiðstöðinni í Klaukkala, Finnlandi

Viðskiptavinir versla með innkaupakerrum og setja vörur í hana sjálfir. Þegar viðskiptavinir eru búnir að velja sér vörur fara þeir að kassa og borga fyrir vörurnar.

Stórmarkaðir eru oft keðjufyrirtæki eða svæðisleyfi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.