Fara í innihald

Verkalýðsflokkur Kúrda

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Verkalýðsflokkur Kúrda
Partîya Karkerên Kurdistanê
Formaður Abdullah Öcalan
Stofnár 1978; fyrir 46 árum (1978)
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Félagshyggja, Þjóðernishyggja Marx-Lenínismi (fyrir 1995), kvenfrelsisstefna og Stjórnleysisstefna (umdeilt)[1]
Vefsíða www.pkk-online.com/

Verkalýðsflokkur Kúrda (kúrdíska: Partiya Karkerên Kurdistanê‎), einnig þekkt sem PKK, er stjórnmálaflokkur og skæruliðahreyfing sem hefur starfsemi í kúrdísku héruðum Tyrklands, Íran, Írak og Sýrlands. Til að byrja með var markmið hreyfingarinnar stofnun sjálfstæðs ríkis Kúrda en á undanförnum árum hefur flokkurinn frekar einbeitt sér að meiri sjálfstjórn kúrdískra héraða. Flokkurinn var stofnaður í Tyrklandi árið 1974 og fer meirihluti starfsemi hans fram í suðaustur-hluta Tyrklands og eru flestir meðlimir hans þaðan, þar á meðal stofnandi flokksins Abdullah Öcalan. Flokkurinn hefur átt í átökum við Tyrkneska ríkið síðan 1984 með vopnahlé á árunum 2013-2015.[2][3][4]

Flokkurinn er skilgreindur sem hryðjuverkasamtök af Atlantshafsbandalaginu og Evrópusambandinu.[5] [6]

Á 7. áratug 20. aldar fór Tyrkland í gegnum mikillar breytingar eftir Tyrkneska valdaránið 1960 sem leiddi til þess að róttækar vinstri stjórnmálahreyfingar voru stofnaðar. Abdullah Öcalan var þá ungur háskólanemi en hann hóf sína pólitísku starfsemi innan þeirra. Öcalan var þó gagnrýninn á Tyrknesku vinstri flokkana, sem almennt hunsuðu baráttu eða höfnuðu sjálfstæðisbaráttu Kúrda. Hann var einnig gagnrýninn á hefðbundnu Kúrdísku sjálfstæðishreyfinguna sem hann áleit vera of íhaldssama og veika. Um miðjan 8. áratuginn stofnaði hann sýna eigin stjórnmálahreyfingu sem var kölluð Kúrdískir byltingasinnar (kúrdíska: Soregeren Kurdistan, eða SK), en sú hreyfing reyndi að blanda saman róttækum sósíalískum hugmyndum og kúrdísku sjálfstæðisbaráttunni. Það helsta sem aðskildi SK frá öðrum svipuðum hreyfingum var að þau voru reiðubúinn að nota ofbeldisfullar aðferðir óspart til að ná markmiðum sínum. SK átti seinna eftir að breyta nafninu í Verkalýðsflokkur Kúrda, eða PKK. Flestir meðlimir flokksins voru frá lægstu stéttum Kúrda í suðaustur Tyrklandi.[7] [8]

1979 fór Öcalan til Sýrlands þar sem hann myndaði tengsl við róttækar Palestínskar hreyfingar, þar á meðal Lýðræðisfylkingu fyrir sjálfstæði Palestínu (DFLP). Eftir Tyrkneska valdaránið 1980, neyddust margir meðlimir PKK til að flýja til nágrannaríka Tyrklands, þá helst Líbanon og Sýrlands. Fyrir valdaránið var flokkurinn ein vinsælasta stjórnmálahreyfingin meðal Kúrda í Tyrklandi. Einhvern tímann á fyrri hluta 9. áratugarins, fór PKK að flytja starfsemi sína til norðurhluta Íraks. 1984 var flokkurinn búinn að mynda varanlegar bækistöðvar í Írak og hófst þar með vopnuð og stöðug herferð gegn tyrkneska ríkinu. Flokkurinn beitti þá hryðjuverkum og skæruliðahernaði gegn tyrkneskum hermönnum, stjórnmálamönnum, ríkisbyggingum og Kúrdum sem voru ásakaðir um að vinna með Tyrkjum. PKK hefur síðan þá verið nánast í stanslausu stríði við Tyrkneska ríkið, fyrir utna vopna hlé á árunum 2013-2015. [9]) Mestu átökin áttu sér stað á árunum 1984-1999 en þá var Öcalan með bein yfirráð yfir flokknum. Hann hefur verið ásakaður um að skipa árásir á óbreytta borgara, vestræna ferðamenn og þá sem ógnuðu valdastöðu hans innan flokksins á þessum árum.[10]

1999 var Öcalan handtekin í Kenía og fluttur til Tyrklands þar sem hann var dæmdur til dauða. Þegar hann var dæmdur, mótmæltu Kúrdar bæði innan Tyrklands og Evrópu harðlega. Árið 2002 var dómnum breytt í lífstíðarfangelsi, þar sem Tyrkland hafði lagt niður dauðarefsingu til að þóknast Evrópusambandinu.[11] Síðan þá hefur Öcalan verið í einangrun á eyju sunnan við Istanbul. Eftir að hann var fangelsaður hefur hann endurskoðað stefnu PKK. Hann hefur gert skil við Marx-Leninismann og kallar nú til friðarviðræða. Einnig hefur hann hafnað sjálfstæði Kúrdistan en í staðinn vill hann aukið sjálfræði fyrr minnihlutahópa í Tyrklandi.[12]

Flokkurinn hefur þó ekki hætt skæruliðabaráttunni þrátt fyrir það að virðast vera tilbúnari til að semja við Tyrkneska ríkið en áður. Árið 2009 hófust leynilegar friðarviðræður milli Tyrklands og PKK, en þeim lauk sama ár án nokkurs árangurs. Árið 2012 hófust friðarviðræðurnar aftur en vegna Sýrlensku borgarastyrjaldarinar, lauk þeim 2015. Öcalan segist ennþá styðja vopnahlé og samningaviðræður.[13]

Flokkurinn hefur verið ásakaður um að stunda eiturlyfjaframleiðslu og smygl til að fjármagna starfsemi sína.[14]

Hugmyndafræði

[breyta | breyta frumkóða]

Til að byrja með var hugmyndafræði flokksins byggð á Marx-Leninisma og Maóisma, þá sérstaklega hugmyndum Maó um byltingu og skæruliðahernað. Þetta þýddi að flokkurinn hafnaði allri hefðbundni og löglegri stjórnmálaþátttöku og reyndi í staðinn að komast til valda í gegnum vopnaða baráttu gegn ríkinu. Frá upphafi var formleg stefna flokksins mjög gagnrýninn á Sovíetríkin, ein helsta ástæðan fyrir því var stuðningur Sovíetríkjanna við Kemal Atatürk. Markmið flokksins var sjálfstætt ríki Kúrda og átti það eftir að haldast þannig þar til um miðjan 10. áratuginn.[15]

Um miðjan 10. áratuginn fór hugmyndafræði Öcalans og þar með hugmyndafræði flokksins í gegnum nokkurskonar umbreytingu. Þá hvarf nánast öll orðræða um stéttir, Marxíska stéttabaráttu og efnahagslegt ójafnréttlæti úr stefnu flokksins og verkum eftir Öcalan. Árið 1995 var hamarinn og sigðin tekin úr merki flokksins.[16]

Eftir að Öcalan var handtekin og fangelsaður árið 1999 fór hann að lesa verk bandaríska anarkistans Murray Bookchin. Hugmyndir Bookchins leiddu til þess að Öcalan hafnar nú þjóðríkinu sem markmiði fyrir Kúrdana. 2005, árið áður en Bookchin lést, var stefna PKK farin að endurspegla þessar hugmyndir og hafnar nú flokkurinn Lenínisma og þjóðríkinu algjörlega. Kynjajafnrétti er einnig mikilvægur hluti af hugmyndafræði Öcalans og konur taka virkan þátt í allri starfsemi flokksins.[17]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. De Jong, Alex, Stalinist caterpillar into libertarian butterfly? – The evolving ideology of the PKK IIRE Working Paper Number 42
  2. „Kurdistan Workers Party“. Britannica Academic, Encyclopædia Britannica, Sótt 1. mars 2019.
  3. „Middle East: Turkey“. CIA World Factbook , Geymt 27 maí 2016 í Wayback Machine Sótt 1. mars 2019.
  4. Stanton, Jessica, Violence and Restraint in Civil War (New York 2016) Bls. 217.
  5. „NATO chief declares PKK terrorist group“. People Daily Online, Geymt 18 janúar 2013 í Wayback Machine 20. desember 2005. Sótt 1 mars 2019.
  6. „Council Decision 2011/70/CFSP of 31 January 2011 updating the list of persons, groups and entities subject to Articles 2, 3 and 4 of Common Position 2001/931/CFSP on the application of specific measures to combat terrorism. Eur-Lex, 2. febrúar 2011. Sótt 22. julí 2019.
  7. „Kurdistan Workers Party“. Britannica Academic, Encyclopædia Britannica, Sótt 1. mars 2019.
  8. De Jong, Alex, Stalinist caterpillar into libertarian butterfly? – The evolving ideology of the PKK IIRE Working Paper Number 42 Bls. 3.
  9. „Kurdistan Workers Party“. Britannica Academic, Encyclopædia Britannica, Sótt 1 mars 2019.
  10. „Abdullah Öcalan“. Britannica Academic, Encyclopædia Britannica, Sótt 1. mars 2019.
  11. „Abdullah Öcalan“. Britannica Academic, Encyclopædia Britannica, Sótt 1. mars 2019.
  12. „America's best allies against ISIS are inspired by a Bronx-born libertarian socialist“. Ahmed, Akbar Huffingtonpost, 18. desember 2015. Sótt 1 mars 2019.
  13. „Kurdistan Workers Party“. Britannica Academic, Encyclopædia Britannica, Sótt 1 mars 2019.
  14. Jonsson, Michael, Kurds and pay – Examining PKK financing IIRE Working Paper Number 42 Geymt 24 október 2020 í Wayback Machine Bls. 4-5.
  15. De Jong, Alex, Stalinist caterpillar into libertarian butterfly? – The evolving ideology of the PKK IIRE Working Paper Number 42 Bls. 4-5.
  16. De Jong, Alex, Stalinist caterpillar into libertarian butterfly? – The evolving ideology of the PKK Jane's Intelligence Review 13. mars 2008. Sótt 1. mars 2019.
  17. „America's best allies against ISIS are inspired by a Bronx-born libertarian socialist“. Ahmed, Akbar Huffingtonpost, 18. desember 2015. Sótt 1 mars 2019.