Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva
árleg söngvakeppni, haldin af meðlimum European Broadcasting Union (EBU).
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva[1] (enska: Eurovision Song Contest; franska: Concours Eurovision de la Chanson)- er á talmáli oft nefnd einfaldlega Eurovision, er árleg söngvakeppni send út í sjónvarpi og útvarpi milli þjóða sem hafa ríkissjónvarpsstöðvar sem eru í Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Hún var fyrst haldin árið 1956. Nafnið getur verið nokkuð villandi þar sem aðild að sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva er ekki bundin við að stöðin sé rekin í evrópsku landi. Nokkur lönd utan Evrópu svo sem Ísrael og Marokkó hafa sent fulltrúa sína í keppnina.
Sigurvegarar
Framlag Íslands til Söngvakeppninnar
Ísland tók fyrst þátt árið 1986 og sýnir taflan hér að neðan nafn lags og flytjanda og það sæti sem framlagið hlaut í lokakeppninni.
Ár | Lag | Flytjandi | Sæti |
---|---|---|---|
1986 | Gleðibankinn | ICY | 16 |
1987 | Hægt og hljótt | Halla Margrét Árnadóttír | 16 |
1988 | Þú og þeir (Sókrates) | Stefán Hilmarsson | 16 |
1989 | Það sem enginn sér | Daníel Ágúst Haraldsson | 22 |
1990 | Eitt lag enn | Sigríður Beinteinsdóttir & Grétar Örvarsson | 4 |
1991 | Draumur um Nínu | Eyjólfur Kristjánsson og Stefán Hilmarsson | 15 |
1992 | Nei eða já | Sigríður Beinteinsdóttir & Sigrún Eva Ármannsdóttir | 7 |
1993 | Þá veistu svarið | Ingibjörg Stefánsdóttir | 13 |
1994 | Nætur | Sigríður Beinteinsdóttir | 12 |
1995 | Núna | Björgvin Halldórsson | 15 |
1996 | Sjúbídú | Anna Mjöll Ólafsdóttir | 13 |
1997 | Minn hinsti dans | Páll Óskar | 20 |
1999 | All Out Of Luck | Selma Björnsdóttir | 2 |
2000 | Tell Me | Einar Ágúst & Telma | 12 |
2001 | Angel | Two Tricky | 23 |
2003 | Open Your Heart | Birgitta Haukdal | 8 |
2004 | Heaven | Jónsi | 19 |
2005 | If I Had Your Love | Selma Björnsdóttir | (undankeppni: 16) |
2006 | Congratulations | Silvía Nótt | (undankeppni: 13) |
2007 | Valentine lost | Eiríkur Hauksson | (undankeppni: 13) |
2008 | This is my life | Eurobandið | (undankeppni: 8) (aðalkeppni: 14) |