Ubuntu

Debian-undirstaða Linux stýrikerfi
Útgáfa frá 28. október 2008 kl. 18:26 eftir Nori (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. október 2008 kl. 18:26 eftir Nori (spjall | framlög) (→‎Útgáfur)

Ubuntu er heilsteypt stýrikerfi byggt á GNU/Linux. Slagorð Ubuntu er Linux for Human Beings (þýðist lauslega sem „Linux fyrir manneskjur“) og miðar það að búa til frítt og frjálst og, umfram allt, notendavænt stýrikerfi.

Skjáskot af Ubuntu 8.04 (Hardy Heron)

Ubuntu notfærir sér margt frá Debian verkefninu, s.s. APT pakkakerfið. Ubuntu styðst við GNOME gluggaumhverfið (hliðarverkefni Ubuntu; KUbuntu, notar KDE) og er það sniðið að þörfum venjulegs notanda og kemur með vafra (Mozilla Firefox), póstforriti (Evolution) og ritvinnslupakka (OpenOffice.org). Ný útgáfa Ubuntu er gefin út á 6 mánaða fresti, í apríl og október, og fylgir þannig stutt á eftir útgáfuáætlun GNOME sem kemur einnig út á 6 mánaða fresti (í mars og september).

Samkvæmt vefsíðunni Distrowatch er Ubuntu vinsælasta dreifingarútgáfa GNU/Linux stýrikerfisins.[1] Nýjasta dreifing Ubuntu kallast Hardy Heron og kom út 24. apríl 2008.

Saga

Fyrsta útgáfa Ubuntu kom 20. október 2004 sem skammtímaverkefni eða rótarskot frá Debian GNU/Linux og var markmið verkefnisins að gefa út uppfærslu á hálfsárs fresti. Pakkar Ubuntu byggja á Debian-drefingunni Unstable auk þess sem Ubuntu notar Advanced Packaging Tool (APT) til setja upp forrit.

Útgáfur

Litur Merking
Rauður Gömul útgáfa; enginn stuðningur
Gulur Gömul útgáfa; stuðningur er ennþá
Grænn Núverandi útgáfa
Blár Óútkomnar útgáfur
# Útgáfa Heiti Vinnuheiti Dags. Stuðningur til
Heimilistölvur Þjónar
1 4.10 Warty Warthog Sounder[2] 20. október 2004[3] 30. apríl 2006
2 5.04 Hoary Hedgehog Array[4] 8. mars 2005 31. október 2006
3 5.10 Breezy Badger Colony 13. október 2005[5][6] 13. apríl 2007
4 6.06 LTS Dapper Drake Flight 1. júní 2006[7] Júní 2009 Júní 2011
5 6.10 Edgy Eft Knot 26. október 2006[8][9] 25. apríl 2008
6 7.04 Feisty Fawn Herd 19. apríl 2007[10] 19. október 2008
7 7.10 Gutsy Gibbon Tribe 18. október 2007[11][12] Apríl 2009
8 8.04 LTS Hardy Heron[13] Alpha 24. apríl 2008 Apríl 2011 Apríl 2013
9 8.10 Intrepid Ibex[14][15] Alpha 30. október 2008 Apríl 2010
10 9.04 Jaunty Jackalope Alpha Apríl 2009 Október 2010

Tilvísanir

  1. „DistroWatch.com: Put the fun back into computing. Use Linux, BSD“. Sótt 19. apríl 2008.
  2. „WartyWarthogReleaseSchedule“. 20. júlí 2005. Sótt 5. mars 2008.
  3. Mark Shuttleworth (20. október 2004). „Ubuntu 4.10 released“. lwn.net. Sótt 13. apríl 2007.
  4. „5.04 Release Notes“ (enska). Canonical Ltd. 8. apríl 2005. Sótt 14. apríl 2007.
  5. „Ubuntu 5.10 announcement“ (enska). Sótt 11. október 2006.
  6. Matt Zimmerman (12. október 2005). „Ubuntu 5.10 release notes“ (enska). Sótt 21. desember 2006.
  7. Malcolm Yates (1. júní 2006). „Ubuntu 6.06 LTS announcement“ (enska). Canonical Ltd. Sótt 21. desember 2006.
  8. Matthew Nuzum (26. október 2006). „Ubuntu 6.10 announcement“ (enska). Canonical Ltd. Sótt 26. október 2006.
  9. „Ubuntu 6.10 release notes“ (enska). Canonical Ltd. 26. október 2006. Sótt 21. desember 2006.
  10. „Ubuntu 7.04 announcement“ (enska). ubuntu-wiki. 19. apríl 2007. Sótt 6. febrúar 2007.
  11. IntuitiveNipple (19. juli 2007). „GutsyReleaseSchedule“ (enska). ubuntu-wiki. Sótt 23. juli 2007.
  12. Mark Shuttleworth (12. apríl 2007). „Introducing the Gutsy Gibbon“ (enska). Sótt 6. mai 2007.
  13. „HardyReleaseSchedule“. Sótt 19. ágúst 2008.
  14. Shuttleworth, Mark. „Planning for Ubuntu 8.10ish - The Intrepid Ibex“. Sótt 2. júní 2008.
  15. „Intrepid Release Schedule“ (Wiki). Ubuntu Wiki. Canonical Ltd. Sótt 14. júní 2008.

Tenglar

Snið:Tengill ÚG Snið:Tengill ÚG

Snið:Tengill GG Snið:Tengill ÚG Snið:Tengill ÚG