1. júní
dagsetning
Maí – Júní – Júl | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | ||||||
2024 Allir dagar |
1. júní er 152. dagur ársins (153. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 213 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 193 - Didius Julianus var myrtur í höll sinni.
- 536 - Silveríus varð páfi.
- 1479 - Kaupmannahafnarháskóli var stofnaður.
- 1495 - Förumunkurinn John Cor skráði hjá sér fyrstu uppskriftina að skosku viskíi.
- 1523 - Týli Pétursson, áður hirðstjóri, var dæmdur óbótamaður og höggvinn í Kópavogi fyrir rán og yfirgang.
- 1533 - Cranmer krýndi Önnu Boleyn drottningu Englands. Í framhaldi af því bannfærði Klemens 7. bæði Hinrik 8. og Önnu.
- 1605 - Fjodor 2. og móðir hans voru tekin höndum af hermönnum í Moskvu og tekin af lífi skömmu síðar.
- 1656 - Þrenningarkirkjan í Kaupmannahöfn var vígð.
- 1657 - Sænsku styrjaldirnar hófust með því að Friðrik 3. Danakonungur lýsti Svíum stríð á hendur.
- 1679 - Skoskir sáttmálamenn unnu sigur á stjórnarhernum í orrustunni við Drumclog.
- 1692 - Níu ára stríðið: Orrustan við La Hogue hófst.
- 1815 - Napoleon Bonaparte sór eið að stjórnarskrá Frakklands.
- 1831 - James Clark Ross uppgötvaði segulnorður á Boothia-skaga.
- 1855 - Bandaríkjamaðurinn William Walker lagði Níkaragva undir sig og leyfði þrælahald á ný.
- 1897 - Bandarískir námuverkamenn gerðu verkfall sem leiddi til þess að samtök þeirra voru viðurkennd og átta stunda vinnudagur komst á í námavinnu.
- 1908 - Fræðslulögin frá 1907 gengu í gildi á Íslandi og hófst þá skólaskylda 10-14 ára barna.
- 1908 - Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi.
- 1910 - Robert Falcon Scott lagði af stað í ferð sína á Suðurpólinn.
- 1921 - Fjöldamorðunum í Tulsa lauk.
- 1935 - Raftækjaeinkasala ríkisins tók til starfa á Íslandi og hafði einokun á öllum raftækjum.
- 1935 - Bílpróf voru tekin upp í Bretlandi.
- 1936 - Ungmennafélag Selfoss var stofnað.
- 1942 - Íslenska drykkjafyrirtækið Vífilfell var stofnað.
- 1943 - Vegna skorts á gúmmíi á Íslandi var fyriskipuð skömmtun á gúmmístígvélum í stærðum sjö og yfir.
- 1958 - Charles de Gaulle, sem var sestur í helgan stein, kallaður til að stýra Frakklandi í sex mánuði.
- 1968 - Nýja sundlaugin í Laugardal í Reykjavík tók til starfa og var þá gömlu sundlaugunum þar lokað.
- 1970- Sovétmenn skutu Sojús 9 á loft.
- 1972 - Íraksstjórn þjóðnýtti olíufyrirtækið Iraq Petroleum Company.
- 1973 - Gríska herforingjastjórnin lýsti yfir stofnun lýðveldis.
- 1976 – Bretar samþykktu 200 mílna efnahagslögsögu Íslands. Þar með lauk seinna þorskastríðinu.
- 1978 - Heimsbikarkeppnin í knattspyrnu karla 1978 hófst í Argentínu.
- 1979 - Í Ródesíu komst fyrsta meirihlutaríkisstjórnin til valda í níutíu ár og breytti hún nafni landsins í Simbabve.
- 1980 - Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN hóf útsendingar.
- 1982 - Bernarsamningurinn um vernd villtra dýra, plantna og vistgerða í Evrópu tók gildi.
- 1983 - Verðbólgumet var slegið á Íslandi þegar framfærsluvísitalan hækkaði um 25,1% á þremur mánuðum og hækkun lánskjaravísitölu á ársgrundvelli varð 158,9%.
- 1984 - Verkmenntaskólinn á Akureyri tók til starfa.
- 1990 - George H. W. Bush, forseti Bandaríkjanna, og Mikhaíl Gorbatsjev, leiðtogi Sovétríkjanna, skrifuðu undir samkomulag um að hætta framleiðslu á efnavopnum. Um leið hófu ríkin að eyða birgðum sínum.
- 1991 - Íslenska heimildarmyndin Verstöðin Ísland var frumsýnd í Vestmannaeyjum.
- 1991 - Borgarkringlan var opnuð við Kringluna í Reykjavík.
- 1993 - Fjölmenn mótmæli gegn stjórn Slobodan Milošević hófust í Belgrad. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Vuk Drašković var handtekinn.
- 1993 - Forseti Gvatemala, Jorge Serrano Elías, neyddist til að flýja land eftir misheppnaða valdaránstilraun.
- 1994 - Suður-Afríka varð aftur aðili að Breska samveldinu eftir að hafa sagt sig úr því 1961.
- 1996 - Sex sveitarfélög á norðanverðum Vestfjörðum sameinuðust undir nafninu Ísafjarðarbær.
- 1997 - Járnbrautargöng við Stórabeltisbrúna voru opnuð.
- 1997 - Flugfélag Íslands var stofnað með sameiningu innanlandsdeildar Flugleiða og Flugfélags Norðurlands.
- 1997 - Hugo Banzer sigraði forsetakosningar í Bólivíu.
- 1999 - Tónlistardeiliforritið Napster kom út.
- 2000 - Heimssýningin Expo 2000 hófst í Hannóver í Þýskalandi.
- 2000 - Íslenska kvikmyndin 101 Reykjavík var frumsýnd.
- 2001 - Konunglegu fjöldamorðin í Nepal: Dipendra prins myrti tíu meðlimi konungsfjölskyldunnar og framdi síðan sjálfsmorð.
- 2001 - Sjálfsmorðssprengjumaður á vegum Hamas myrti 21 á diskóteki í Tel Avív í Ísrael.
- 2003 - Vatn hóf að safnast í uppistöðulónið við Þriggja gljúfra stífluna í Kína. Við þetta hækkaði vatnsborðið um allt að 100 metra.
- 2005 - Hollendingar felldu stjórnarskrá Evrópusambandsins.
- 2005 - Gildi lífeyrissjóður var stofnaður á Íslandi.
- 2007 - Reykingabann tók gildi á öllum veitinga- og skemmtistöðum á Íslandi.
- 2008 - Íslenska karlalandsliðið í handknattleik sigraði Svía 29-25 og komst þar með á Ólympíuleikana í Peking.
- 2008 - Alberto Contador sigraði hjólreiðakeppnina Giro d'Italia.
- 2009 – Dularfullt flugslys varð yfir Atlantshafi þegar farþegaflugvél á leið frá Brasilíu til Frakklands hvarf. Orsök slyssins er óþekkt og aðeins lítill hluti af flugvélarbrakinu og líkum farþega hefur fundist.
- 2009 - Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors varð gjaldþrota.
- 2010 - Einn af stofnendum Al Kaída, Mustafa Abu al-Yazid, var drepinn í drónaárás í Pakistan.
- 2015 - Smáþjóðaleikarnir voru settir í Reykjavík.
- 2015 - Allir nema 14 af 465 farþegum ferjunnar Dongfang zhi Xing fórust þegar hún sökk á Jangtsefljóti.
- 2016 - Lengstu og dýpstu járnbrautargöng heims, Gotthardgrunngöngin, voru opnuð eftir tveggja áratuga framkvæmdir.
- 2017 - Bandaríkin tilkynntu að þau hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu.
- 2018 - Mariano Rajoy sagði af sér sem forsætisráðherra Spánar eftir að þingið samþykkti vantraust gegn honum.
- 2022 - Rússneska gasfyrirtækið Gazprom hætti sölu gass til Danmerkur eftir að danska fyrirtækið Ørsted neitaði að greiða fyrir gasið með rúblum.
- 2022 - Danir kusu í þjóðaratkvæðagreiðslu að gerast þátttakendur í varnarsamstarfi Evrópusambandsins.
- 2024 - Forsetakosningar fóru fram á Íslandi.
Fædd
breyta- 1265 - Dante Alighieri, ítalskt skáld (d. 1321).
- 1673 - Louise-Françoise de Bourbon, frönsk prinsessa (d. 1743).
- 1804 - Míkhaíl Glínka, rússneskt tónskáld (d. 1857).
- 1804 - George Sand (Aurore Lucile Dupin), franskur rithöfundur (d. 1876).
- 1907 - Daigoro Kondo, japanskur knattspyrnumaður (d. 1991).
- 1926 - Marilyn Monroe, bandarísk leikkona (d. 1962).
- 1930 - Edward Woodward, enskur leikari (d. 2009).
- 1930 - Valgerður Hafstað, íslensk myndlistarkona (d. 2011).
- 1934 - Pat Boone, bandarískur söngvari.
- 1935 - Norman Foster, breskur arkitekt.
- 1937 - Morgan Freeman, bandarískur leikari.
- 1937 - Colleen McCullough, ástralskur rithöfundur (d. 2015).
- 1947 - Ron Wood, enskur gítarleikari, (Jeff Beck Group, The Faces, og The Rolling Stones).
- 1953 - Xi Jinping, æðsti leiðtogi Alþýðulýðveldisins Kína og leiðtogi fimmtu valdakynslóðar landsins.
- 1956 - Lisa Hartman-Black
- 1960 - Simon Gallup, enskur bassaleikari (The Cure).
- 1960 - Einar Vilhjálmsson, íslenskur íþróttamaður.
- 1961 - Jevgeníj Prígozhín, rússneskur viðskiptamaður og olígarki.
- 1961 - Sólveig Þorvaldsdóttir, íslenskur verkfræðingur.
- 1965 - Nigel Short, enskur skákmaður.
- 1965 - Larisa Lazutina, rússnesk skíðagöngukona.
- 1968 - Jason Donovan, leikari og söngvari.
- 1971 - Ghil'ad Zuckermann, ástralskur málvísindamaður.
- 1973 - Heidi Klum, þýsk fyrirsæta.
- 1973 - Sigurður Líndal, íslenskur leikari.
- 1974 - Alanis Morissette, kanadísk söngkona og lagahöfundur.
- 1975 - Níkol Pasjínjan, forsætisráðherra Armeníu.
- 1977 - Jón Jósep Snæbjörnsson, íslenskur söngvari.
- 1982 - Justine Henin, belgísk tennisleikkona.
- 1984 - Snorri Helgason, íslenskur tónlistarmaður.
- 1985 - Shuto Yamamoto, japanskur knattspyrnumaður.
- 1988 - Javier Hernández, mexíkóskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 657 - Evgeníus 1. páfi.
- 1197 - Geirþrúður Danadrottning, kona Knúts 6..
- 1616 - Tokugawa Ieyasu, japanskur herstjóri (f. 1543).
- 1688 - Peder Hansen Resen, danskur sagnfræðingur (f. 1625).
- 1841 - Nicolas Appert, franskur uppfinningamaður (f. 1749).
- 1846 - Gregoríus 16. páfi (f. 1765).
- 1868 - James Buchanan, 15. forseti Bandaríkjanna (f. 1791).
- 1946 - Ion Antonescu, rúmenskur herforingi (f. 1882).
- 1952 - John Dewey, bandarískur heimspekingur (f. 1859).
- 1968 - Helen Keller, bandarískur rithöfundur og baráttukona (f. 1880).
- 2001 - Birendra, konungur Nepals (f. 1945).
- 2019 - Michel Serres, franskur heimspekingur (f. 1930).