5. júní
dagsetning
Maí – Júní – Júl | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | ||||||
2024 Allir dagar |
5. júní er 156. dagur ársins (157. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 209 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 70 - Hersveitir Títusar keisara brutust gegnum varnarmúrinn í kringum Jerúsalem.
- 1305 - Klemens 5. (Bertrand de Got) var kjörinn páfi eftir eins árs deilur milli ítalskra og franskra kardínála eftir lát Benedikts 11.. Hann var krýndur í Lyon og sat aldrei í Róm. Þar með hófst 72 ára seta páfanna í Avignon.
- 1607 - Enski læknirinn John Hall og Susanna Shakespeare, dóttir leikskáldsins, gengu í hjónaband.
- 1625 - Spænskur her undir stjórn Ambrosio Spinola lagði borgina Breda í Hollandi undir sig.
- 1849 - Danmörk varð fyrsta konungdæmið með stjórnarskrá.
- 1866 - Útreikningar benda til þess að Plútó hafi þennan dag verið eins langt frá sólu eins og hann kemst. Hann er næst í þessari stöðu í ágúst 2113.
- 1885 - Bríet Bjarnhéðinsdóttir skrifaði grein í Fjallkonuna um menntun og réttindi kvenna. Þetta var fyrsta grein sem íslensk kona skrifaði í opnbert blað.
- 1915 - Danmörk breytti stjórnarskrá sinni til þess að veita konum kosningarétt.
- 1920 - Brjóstsykursgerðin Nói hóf starfsemi í kjallara við Túngötu í Reykjavík.
- 1923 - Det Danske Selskab var stofnað í Reykjavík.
- 1924 - Ernst Alexanderson sendi fyrsta símbréfið yfir Atlantshaf. Þetta var bréf til föður hans í Svíþjóð.
- 1953 - Grænland varð amt í Danmörku.
- 1956 - Elvis Presley kynnti nýja smáskífu sína, „Hound Dog“, í sjónvarpinu og hneysklaði áhorfendur með mjaðmahnykkjum sínum.
- 1959 - Fyrsta ríkisstjórn Singapúr tók við völdum.
- 1963 - John Profumo sagði af sér eftir kynlífshneyksli.
- 1967 - Surtseyjargosinu lauk. Það hafði þá staðið yfir í þrjú og hálft ár.
- 1967 - Sex daga stríðið hófst: Ísraelskar flugsveitir sendu flugskeyti á Egyptaland, Jórdaníu og Sýrland.
- 1968 - Forsetaframbjóðandinn Robert F. Kennedy var skotinn við Ambassador-hótelið í Los Angeles af Sirhan Sirhan. Hann lést 6. júní.
- 1974 - Ólafur 5. Noregskonungur heimsótti Ísland.
- 1975 - Ísland sigraði Austur-Þýskaland í landsleik í knattspyrnu 2:1.
- 1975 - Súesskurðurinn opnaður í fyrsta sinn eftir að sex daga stríðinu lauk.
- 1976 - Teton-stíflan í Idaho féll saman.
- 1977 - Hrafnista var opnuð í Hafnarfirði.
- 1977 - France-Albert René varð forseti Seychelles-eyja í kjölfar hallarbyltingar.
- 1981 - Fyrstu tilfelli alnæmis voru greind í Los Angeles.
- 1982 - Óperan Silkitromman eftir Atla Heimi Sveinsson og Örnólf Árnason var frumsýnd á Listahátíð í Reykjavík.
- 1984 - Indira Gandhi, forsætisráðherra Indlands, fyrirskipaði árás á Gullna hofið í Amritsar.
- 1989 - Óþekktur kínverskur mótmælandi tók sér stöðu fyrir framan röð af skriðdrekum á Torgi hins himneska friðar í Beijing og stöðvaði þá tímabundið.
- 1991 - Dómur í Hafskipsmálinu féll í Hæstarétti.
- 1991 - Geimskutlan Columbia flutti rannsóknarstöðina Spacelab á braut um jörðu.
- 1993 - 24 pakistanskir hermenn úr friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu voru drepnir í Mógadisjú.
- 1995 - Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu kvenna 1995 hófst í Svíþjóð.
- 1998 - Bandaríska kvikmyndin Hið fullkomna morð var frumsýnd.
- 1999 - Íslamski hjálpræðisherinn í Alsír samþykkti að leysa sig upp.
- 2000 - Stuttmyndin 405 The Movie var sett í dreifingu á Internetinu.
- 2002 - Vafrinn Mozilla 1.0 var gefinn út.
- 2005 - Sviss samþykkti að ganga í Schengensamstarfið og að leyfa fasta sambúð samkynhneigðra.
- 2006 - Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra Íslands tilkynnti að hann hygðist draga sig úr stjórnmálum eftir slæmt gengi flokksins í sveitarstjórnarkosningum.
- 2008 - Baugsmálið: Hæstiréttur staðfesti fangelsisdóma yfir þremur sakborningum. Þau áfrýjuðu dómnum til Mannréttindadómstóls Evrópu.
- 2014 - Vopnaður hópur súnnímúslima sem kallaði sig Íslamska ríkið í Írak og Mið-Austurlöndum hóf sókn í Norður-Írak.
- 2016 - Sænska nunnan Elisabeth Hesselblad var lýst dýrlingur innan kaþólsku kirkjunnar.
- 2017 - Svartfjallaland varð aðili að Atlantshafsbandalaginu.
- 2017 - Sádi-Arabía, Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin lokuðu á flutningsleiðir til Katar.
- 2019 – Forseti Kína, Xi Jinping, hélt í opinbera heimsókn til Rússlands.
- 2020 - G7-ríkin féllust á 15% lágmarksskatt á fyrirtæki til að koma í veg fyrir skattaundanskot alþjóðafyrirtækja.
- 2022 - Yfir 50 manns létust í árás á kirkju í Owo í Nígeríu.
- 2023 - Um 2.500 félagsmenn í BSRB lögðu niður störf víða um Ísland. Aðgerðirnar höfðu áhrif í um 150 vinnustöðum í 29 sveitarfélögum.
Fædd
breyta- 1341 - Játmundur af Langley, sonur Játvarðar 3. Englandskonungs, fyrsti hertoginn af York og ættfaðir York-ættar (d. 1402).
- 1523 - Margrét af Frakklandi, hertogaynja af Berry (d. 1574).
- 1718 - Thomas Chippendale, enskur húsgagnaframleiðandi (d. 1779).
- 1760 - Johan Gadolin, finnskur vísindamaður (d. 1852).
- 1806 - Magnús Eiríksson, íslenskur guðfræðingur (d. 1881).
- 1883 - John Maynard Keynes, enskur hagfræðingur (d. 1946).
- 1890 - José Piendibene, úrúgvæskur knattspyrnumaður og þjálfari (d. 1969).
- 1898 - Federico García Lorca, spænskur rithöfundur (d. 1936).
- 1906 - Friedrich Christian zu Schaumburg-Lippe, þýskur aðalsmaður og nasisti (d. 1983).
- 1921 - Vytautas Mačernis, litháískt skáld. (d. 1944)
- 1932 - Robert Maxwell Ogilvie, skoskur textafræðingur (d. 1981).
- 1934 - Vilhjálmur Einarsson, íslenskur frjálsíþróttamaður (d. 2019).
- 1939 - Joe Clark, 16. forsætisráðherra Kanada.
- 1942 - Teodoro Obiang Nguema Mbasogo, einræðisherra í Miðbaugs-Gíneu.
- 1949 - Ken Follett, velskur rithöfundur.
- 1954 - Nicko McBrain, enskur tónlistarmaður (Iron Maiden).
- 1955 - Edinho, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1961 - Sigrún Waage, íslensk leikkona.
- 1962 - Jeff Garlin, bandarískur leikari.
- 1971 - Mark Wahlberg, bandarískur söngvari og leikari.
- 1972 - Justin Smith, bandarískur trommari (The Seeds).
- 1975 - Anna Nova, þýsk klámmyndaleikkona.
- 1976 - Takayuki Suzuki, japanskur knattspyrnumaður.
- 1977 - Navi Rawat, bandarísk leikkona.
- 1979 - Peter Wentz, bandarískur tónlistarmaður (Fall Out Boy).
- 1991 - Ninja, bandarískur streymari.
- 1992 - Mohamed Salah, egypskur knattspyrnumaður.
- 1995 - Troye Sivan, ástralskur söngvari.
Dáin
breyta- 1316 - Loðvík 10. Frakkakonungur (f. 1289).
- 1625 - Orlando Gibbons, enskt tónskáld (f. 1583).
- 1716 - Roger Cotes, enskur stærðfræðingur (f. 1682).
- 1826 - Carl Maria von Weber, þýskt tónskáld (f. 1786).
- 1961 - Ludwik Fleck, pólskur læknir (f. 1896).
- 1998 - Dieter Roth, svissneskur myndlistarmaður (f. 1930).
- 2000 - Franco Rossi, ítalskur handritshöfundur (f. 1919).
- 2002 - Dee Dee Ramone, bandarískur bassaleikari (The Ramones) (f. 1952).
- 2004 - Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna (f. 1911).
- 2012 - Ray Bradbury, bandarískur rithöfundur (f. 1920).
- 2023 - Astrud Gilberto, brasilísk tónlistarkona (f. 1940).
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Category:5 June.