1719
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1719 (MDCCXIX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 26. febrúar - Bærinn á Lækjamóti í Víðidal brann og Guðbrandur Arngrímsson sýslumaður og Ragnheiður Jónsdóttir kona hans brunnu inni.
- Lögmönnunum Oddi Sigurðssyni og Páli Vídalín falið að semja frumvarp að nýrri íslenskri lögbók. Því verki var þó aldrei lokið.
- Galdramáli sem Markús Bergsson sýslumaður hafði dæmt í var vísað til Alþingis en þingmenn ávítuðu sýslumann fyrir að eyða tíma þingsins í slíkt fáfengi.
- 170 skipbrotsmenn af danska herskipinu Göteborg, sem strandaði við Þorlákshöfn 1718, fara úr landi.
- Sögubrot af nokkrum fornkonungum kom fyrst út í Svíþjóð.
- Hæstiréttur í Danmörku staðfesti undirréttardóm um að Niels Fuhrmann amtmaður á Bessastöðum skyldi efna loforð sitt um að giftast Appolloniu Schwartzkopf.
Fædd
- 17. maí - Bjarni Pálsson landlæknir (d. 1779).
- Arnes Pálsson, útileguþjófur og tugthúslimur (d. 1805).
Dáin
- 31. janúar - Þormóður Torfason sagnaritari (f. 1636).
- 4. febrúar - Jón Steinsson Bergmann læknir, sonur Steins biskup (f. um 1696).
- 26. febrúar - Guðbrandur Arngrímsson Vídalín, sýslumaður í Vestur-Húnavatnssýslu (f. 1639).
Opinberar aftökur
- Halldór Sumarliðason, þá 82 ára gamall, dæmdur til dauða í Ísafjarðarsýslu og dómur staðfestur á Alþingi, fyrir hans þriðja hórdómsbrot.[1]
Erlendis
breyta- 23. janúar - Furstadæmið Liechtenstein varð til.
- Mars - Úlrika Leónóra krýnd drottning Svíþjóðar.
- 25. apríl - skáldsagan Róbinson Krúsó eftir Daniel Defoe kom út.
- Manntal tekið í Prússlandi og var það fyrsta allsherjarmanntal á meginlandi Evrópu.
- Kartöflur fyrst ræktaðar í Danmörku. Kartöflur náðu þó ekki útbreiðslu þar fyrr en löngu síðar.
Fædd
- 22. maí - Otto von Rantzau greifi, stiftamtmaður á Íslandi (d. 1768).
- 14. nóvember - Leopold Mozart, austurrískt tónskáld (d. 1787).
Dáin
- Michel Rolle, franskur stærðfræðingur (f. 1652).
- Desember - Ulrik Christian Gyldenløve, stiftamtmaður Íslands og yfirforingi danska flotans (f. 1678).
Tilvísanir
breyta- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.