Björgvin G. Sigurðsson

Íslenskur stjórnmálamaður

Björgvin Guðni Sigurðsson (fæddur 30. október 1970) er stjórnmálamaður menntaður í sagnfræði og heimspeki.

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS)
Viðskiptaráðherra
Í embætti
2007–2009
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2003 2007  Suðurkjördæmi  Samfylking
2007 2013  Suðurkjördæmi  Samfylking
Persónulegar upplýsingar
Fæddur30. október 1970 (1970-10-30) (54 ára)
Reykjavík
Vefsíðahttp://www.bjorgvin.is
Æviágrip á vef Alþingis

Hann var fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis fyrir Samfylkinguna á árunum 2003 til 2013 og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde. Björgvin sagði af sér vegna pólitískrar ábyrgðar sinnar á bankahruninu. Hann bað stjórn og forstjóra Fjármálaeftirlitsins að segja af sér störfum sömuleiðis.

Björgvin var fyrst kjörinn á þing í kosningunum 2003 en hafði áður starfað sem framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar og þingflokksins og kosningastjóri í Alþingiskosningunum 1999 og sveitarstjórnakosningunum 2002.

2014 var hann ráðinn sveitarstjóri í Ásahreppi á Suðurlandi.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. „Björgvin G. ráðinn sveitarstjóri Ásahrepps“. visir.is. Sótt 14. júlí 2014.

Tenglar

breyta


Fyrirrennari:
Jón Sigurðsson
Viðskiptaráðherra
(24. maí 200731. janúar 2009)
Eftirmaður:
Gylfi Magnússon


   Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.