David Cameron

(f. 1966) er breskur þingmaður og fyrrum forsætisráðherra Bretlands (2010-2016)

David William Donald Cameron, Cameron barón af Chipping Norton (f. 9. október 1966) er breskur þingmaður og fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins. Cameron var 43 ára þegar hann tók við embættinu og er því næst yngsti forsætisráðherrann í sögu Bretlands á eftir Robert Jenkinson sem var 42 ára þegar hann tók við embætti.

David Cameron
Forsætisráðherra Bretlands
Í embætti
11. maí 2010 – 13. júlí 2016
ÞjóðhöfðingiElísabet 2.
ForveriGordon Brown
EftirmaðurTheresa May
Utanríkisráðherra Bretlands
Í embætti
13. nóvember 2023 – 5. júlí 2024
ForsætisráðherraRishi Sunak
ForveriJames Cleverly
EftirmaðurDavid Lammy
Persónulegar upplýsingar
Fæddur9. október 1966 (1966-10-09) (58 ára)
Marylebone, London, Englandi
ÞjóðerniBreti
StjórnmálaflokkurÍhaldsflokkurinn
MakiSamantha Cameron
TrúarbrögðEnska biskupakirkjan
BörnIvan Reginald Ian (látinn), Nancy Gwen, Arthur Elwen og Florence Rose Endellion
HáskóliOxford-háskóli
AtvinnaStjórnmálamaður

Cameron nam heimspeki, stjórnmálafræði og hagfræði við Oxford-háskóla og útskrifaðist með fyrstu einkunn. Að námi loknu vann hann ýmis trúnaðarstörf fyrir Íhaldsflokkinn og stofnanir tengdar honum en starfaði síðan í sjö ár hjá fjölmiðlafyrirtækinu Carlton Communications.

Fyrsta framboð Cameron til þingsetu á breska þinginu kom til í þingkosningunum 1997 þegar hann bauð sig fram í kjördæminu Stafford en náði ekki kjöri. Í kosningunum 2001 náði hann þó á þing fyrir kjördæmið Witney í Oxfordshire. Tveimur árum síðar var hann kominn í framlínu flokksins í þinginu og fyrir kosningarnar 2005 stýrði hann stefnumótunarvinnu Íhaldsflokksins.

Cameron sigraði í leiðtogakjöri íhaldsmanna árið 2005 en hann var af mörgum talinn vera ungur og hófsamur stjórnmálamaður sem gæti mögulega náð til yngri kjósenda. Undir hans forystu náði íhaldsflokkurinn loks forskoti á Verkamannaflokkinn í skoðannakönnunum, í fyrsta skiptið frá stórsigri Verkamannaflokksins undir forystu Tony Blair árið 1997. Í þingkosningunum 6. maí 2010 fengu íhaldsmenn flest atkvæði og flest þingsæti en náðu þó ekki hreinum meirihluta. Þann 11. maí sagði Gordon Brown af sér sem forsætisráðherra og fékk Cameron þá umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í samstarfi með Frjálslyndum demókrötum.

Eftir Bretar kusu að ganga úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu sagði hann af sér. Theresa May tók við af honum í embætti forsætisráðherra þann 13. júlí 2016.

Cameron var skipaður utanríkisráðherra í stjórn Rishi Sunak þann 13. nóvember árið 2023, sjö árum eftir að hann hrökklaðist úr embætti forsætisráðherra.[1] Cameron tók sæti á lávarðadeild breska þingsins með barónsnafnbót til að geta gegnt ráðherrastöðu í stjórninni.[2]

Heimild

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „David Cameron skipaður utanríkisráðherra“. mbl.is. 13. nóvember 2023. Sótt 13. nóvember 2023.
  2. Samúel Karl Ólason (13. nóvember 2023). „David Cameron nýr utan­ríkis­ráð­herra“. Vísir. Sótt 13. nóvember 2023.


Fyrirrennari:
Gordon Brown
Forsætisráðherra Bretlands
(11. maí 201013. júlí 2016)
Eftirmaður:
Theresa May


   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.