Evrópukeppnin í knattspyrnu 1968

(Endurbeint frá EM 1968)

Evrópukeppnin í knattspyrnu 1968, oft nefnd EM 1968, var í þriðja skipti sem Evrópukeppni karla í knattspyrnu hefur verið haldin. Lokamótið fór fram í Ítalíu dagana 5. til 10. júní 1968 á vegum Knattspyrnusambands Evrópu. Ítalía gerði markalaust jafntefli í undanúrslitum gegn Sovíetríkjunum eftir venjulegan leiktíma og framlengingu en komust í úrslit með uppkasti. Úrslitaleikurinn gegn Júgóslavíu fór einnig jafntefli, eitt mark gegn einu, en í stað uppkasts var leikurinn endurspilaður 10. júní. Ítalía vann seinni úrslitaleikinn með tveimur mörkum gegn engu og unnu þar með sinn fyrsta titil á mótinu.

Undankeppni

breyta

Fjögur lið komust í úrslitakeppnina. Sigurvegararnir í átta forriðlum léku sín á milli í umspili um sætin fjögur.

Spánverjar komust áfram úr fyrsta riðli á kostnað liðs Tékkóslóvakíu. Bronslið Portúgal frá HM 1966 mátti sætta sig við annað sætið á eftir Búlgörum. Sovétmenn áttu ekki í vandræðum með að vinna þriðja riðil.

Einna mesta dramatíkin varð í fjórða riðli þar sem Vestur-Þjóðverjar virtust með pálmann í höndunum fyrir lokaleikinn. Þjóðverjar og Júgóslavar höfðu unnið hvorir sinn innbyrðisleikinn en markatala vestur-þýska liðsins var betri svo þeim dugði sigur gegn þriðja liðinu í riðlinum, Albönum sem voru með markatöluna 0:12 eftir þrjá leiki. Lokatölur í Tírana urðu 0:0 og silfurliðið frá síðustu heimsmeistarakeppni var úr leik.

Boðið var upp á 42 mörk í leikjunum tólf í fimmta riðli þar sem Ungverjar fóru með sigur af hólmi. Ítalir og Frakkar unnu sína riðla stórvandræðalaust. Bresku löndin fjögur voru saman í áttunda riðli, en úrslit hans voru fengin með því að leggja saman úrslit knattspyrnukeppni Bretlands fyrir leiktíðirnar 1966-67 og 1967-68. Skotar og Englendingar mættust í lokaumferðinni á troðfullum Hampden Park þar sem Skotar þurftu sigur en gestirnir héngu á jafntefli og komust áfram.

Umspilsleikir

breyta
  •   Búlgaría 3 : 4   Ítalía (3:2 & 0:2)
  •   Ungverjaland 2 : 3   Sovétríkin (2:0 & 0:3)
  •   England 3 : 1   Spánn (1:0 & 2:1)
  •   Frakkland 2 : 6   Júgóslavía (1:1 & 1:5)

Úrslit leikja

breyta
 
UndanúrslitÚrslit
 
      
 
5. júní
 
 
  Ítalía (e. hlutkesti)0
 
8. júní og 10.júní
 
  Sovétríkin0
 
  Ítalía (Tvo úrslitaleiki þurfti)2 (1)
 
5. júní
 
  Júgóslavía0 (1)
 
  Júgóslavía1
 
 
  England0
 
Þriðja sæti
 
 
8. júní
 
 
  England2
 
 
  Sovétríkin0

Undanúrslit

breyta
5. júní 1968
  Ítalía 0-0 (e.framl.)   Sovétríkin Stadio San Paolo, Napólí
Áhorfendur: 68.582
Dómari: Kurt Tschenscher, Vestur-Þýskalandi
  • Ítalir unnu á hlutkesti


5. júní 1968
  Júgóslavía 1-0   England Stadio Comunale, Flórens
Áhorfendur: 21.834
Dómari: José María Ortiz de Mendíbil, Spáni
Džajić 86

Bronsleikur

breyta
8. júní 1968
  England 2-0   Sovétríkin Ólympíuleikvangurinn, Róm
Áhorfendur: 68.817
Dómari: István Zsolt, Ungverjalandi
B. Charlton 39, Hurst 63

Úrslitaleikur

breyta
8. júní 1968
  Ítalía 1-1 (e.framl.)   Júgóslavía Ólympíuleikvangurinn, Róm
Áhorfendur: 68.817
Dómari: Gottfried Dienst, Sviss
Džajić 39 Domenghini 80 {{{mörk2}}}

Seinni úrslitaleikur

breyta
10. júní 1968
  Ítalía 2-0   Júgóslavía Ólympíuleikvangurinn, Róm
Áhorfendur: 32.886
Dómari: José María Ortiz de Mendíbil, Spáni
Riva 12, Anastasi 31 {{{mörk2}}}

Heimildir

breyta
   Þessi knattspyrnugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.