Fara í innihald

Áhrifsbreyting

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Áhrifsbreyting (fræðiheiti: analogia) er í málfræði það þegar hljóð eða orðmyndir breytast fyrir áhrif annarra hliðstæðra (t.d. r fyrir s í vera, var í stað vesa, vas, sbr. vorum, verið; eða e fyrir ei í tveimur í framburði sumra, sbr. þremur). Gísli Jónsson, íslenskufræðingur, lét að því liggja í einum af pistlum sínum í Morgunblaðinu, að áhrifsbreyting væri „fínt nafn á fyrrverandi málvillu, þegar nógu margir hafa tekið villuna upp“. [1] Gísli lýsti þessu þannig í öðrum pistli:

Menn draga dám af sessunaut sínum, einn apar eftir öðrum, og kallast tíska. Orðin hafa þegið þessa öpunarhneigð í arf frá sköpurum sínum og skipta stundum um ham að einhverju eða öllu leyti til þess að líkja eftir öðrum orðum. Það er kallað áhrifsbreyting. Þetta má segja að sé fínt orð (skrauthvörf) yfir það sem daglega væri nefnt málvilla. Með öðrum orðum: Þegar ein orðmynd lagar sig eftir annarri, án þess að um „eiginlega hljóðbreytingu“ sé að ræða, kallast það áhrifsbreyting, þegar nógu margir hafa tekið breytinguna upp, er hún „viðurkennd“. Annars er þetta bara málvilla.

Hann tilfærir síðan dæmi: Orðið fræ sem er af va-stofni er nú farið að beygjast sem ja-stofn. [2]

Viðurkennd áhrifsbreyting er t.d. þegar nefnifallið mær er látið þoka fyrir mey úr þolfalli og þágufalli. Það er jafnvel talið rétt mál að segja María mey og hrein mey, þar sem svipmeira er og sögulega rétt að segja María mær og hrein mær. [3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Íslenskt mál; grein í Morgunblaðinu 1987
  2. Íslenskt mál; grein í Morgunblaðinu 1991
  3. Íslenskt mál; grein í Morgunblaðinu 1982
Linguistics stub.svg  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.