Fara í innihald

Úfmæli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Úfmæli (einnig nefnt bakmæli, kverkmæli, gormæli eða að skrolla) heitir það þegar sveifluhljóð (það er að segja r-hljóð) er framleitt ekki með tungubroddinum heldur með úfnum. Úfmæli tíðkast í mörgum tungumálum, til dæmis frönsku. Franskt -r er táknað með exi í IPA alþjóðlega hljóðritunarstafrófinu.

Í raun má tala um þrjú hljóð í þessu sambandi, hið dæmigerða kokmælta -r eins og algengast er í dönsku, einskonar ræskingar eða hrækingar err eins og algengt er í frönsku sem ennfremur myndast við kokið og loks hið úfmælta sveifluhljóð sem torveldast af öllu er að reiða fram og myndast í hálsinum. Í Þýskalandi er að kalla má allt landið bakmælt nema þá helst í bæjaralandi suð-austast þar sem frammæli er i meirihluta og þá hringlandi. Ennfremur eru þýskumælandi fólk í Rúmeníu, Úngverjalandi, Rússlandi, Georgíu og öðrum löndum sem þjóðverjar hafa búið í sem minnihluti um aldir líklegri til að vera frammæltir. Sömuleiðis er franska í fyrrum nýlendum í Afríku gjarnan frammælt svo og í haitíska blendingsmálinu. Í suður Evrópu er bakmæli algengast á Ítalíu. Á meðan skörp skil eru í Noregi og Svíþjóð sunnan til í landinu milli bakmælis og frammælis þar sem á tiltölulega stuttum stað fer frá að vera að mestu eða öllu bakmælt til frammælt finnst bakmæli sem verulegur minnihluti gegnum alla Ítalíu þar með talið Sikiley.

Á meðan bakmæli er litið jaðra við málhefti á Íslandi og börn sem þannig hafa talað hafa verið send til talmeinafræðings er fremur litið á það sem fínt á Ítalíu.

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.