1291
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1291 (MCCXCI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Veturinn var harður og kallaður Eymuni hinn mikli. „Þá var sótt mannskæð, hvergi sá jörð að sumri og hafísar fyrir norðan land allt sumar, nær 15 álna þykkir,“ segir í annálum. Sumar heimildir segja að þetta hafi verið árið 1293.
Fædd
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 10. maí - Skoskir aðalsmenn féllust á að Játvarður 1. Englandskonungur skyldi kveða upp úrskurð í erfðadeilunni sem varð til eftir andlát Alexanders 3. Skotakonungs fimm árum fyrr og síðan Margrétar dótturdóttur hans.
- 1. ágúst - Svissneska ríkjasambandið stofnað af kantónunum Uri, Schwyz og Unterwalden.
- Öllu glergerðarfólki í Feneyjum er gert að flytja starfsemi sína til eyjarinnar Murano vegna eldhættu.
- Deila hófst milli Jörundar erkibiskups í Niðarósi og kórbræðranna við Niðarósdómkirkju og stóð hún allt þar til Jörundur lést 1309.
- Nikulás IV páfi staðfesti sjálfstæði San Marínó.
Fædd
- 8. febrúar - Alfons 4., konungur Portúgals (d. 1357).
- 31. október - Philippe de Vitry, franskt tónskáld, tónfræðingur og ljóðskáld (d. 1361).
- Klemens VI (Pierre Roger) páfi (d. 1352).
Dáin