1855
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1855 (MDCCCLV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 24. janúar - Kirkjan á Hvanneyri í Siglufirði fauk af grunninum og hafnaði á hliðinni í kirkjugarðinum.
- 9. maí - Prentfrelsi var leitt í lög á Íslandi með tilskipun konungs.
- Einokun Dana á verslunarrekstri á Íslandi var endanlega aflögð og Íslendingum heimilað að versla við allar þjóðir.
- Varalögregla var stofnuð til að aðstoða Reykjavíkurlögregluna þegar bruna bar að höndum.
- Fyrsta kynbótafélag á Íslandi stofnað til að bæta sauðfjárstofninn. Félagið var stofnað í Bárðardal, en stofnandinn var Jakob Hálfdánarson, þá 19 ára gamall og fleiri bændur.
- Útgerðarmenn frá Dunkirk komu fram beiðni á Alþingi að Frökkum yrði veitt leyfi til þess að stofna fiskimannanýlendu vestur á Dýrafirði.
Fædd
- 6. júní - Þorvaldur Thoroddsen, jarðfræðingur og landfræðingur (d. 1921).
- 19. júlí - Hannes Hafliðason, skipstjóri og bæjarfulltrúi í Reykjavík (d. 1931).
- 14. október - Sigfús Sigfússon frá Eyvindará, þjóðsagnasafnari (d. 1935).
- 2. desember - Þórhallur Bjarnarson, biskup Íslands (d. 1916).
Dáin
- 22. september - Rósa Guðmundsdóttir (Vatnsenda-Rósa) (f. 1795).
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar - Ottawa varð borg í Kanada.
- 2. mars - Alexander 2. varð keisari í Rússlandi.
- 3. apríl - Nepal réðst í Tíbet.
- 29. júní - Breska dagblaðið Daily Telegraph hóf útgáfu.
- 16. júlí - Nýlendur í Ástralíu hlutu sjálfstjórn frá Bretlandi.
- 1. ágúst - Monte Rosa, annar hæsti tindur Alpafjalla var klifinn.
- 9. september - Krímstríðið: Sevastopol féll í hendur Frakka og Breta.
- 24. október - Van Diemen's Land var endurnefnt sem Tasmanía.
- 17. nóvember - David Livingstone kom til Viktoríufossa og gaf þeim nafn.
- 21. nóvember - Ofbeldisalda hófst í Kansas milli fylgjenda og andstæðinga þrælahalds.
- Gullæðinu í Kaliforníu lauk.
Fædd
Dáin
- 31. mars - Charlotte Brontë, enskur rithöfundur (f. 1816).
- 11. nóvember - Søren Kierkegaard, danskur heimspekingur (f. 1813).