Fara í innihald

Bragi Kristjónsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bragi Kristjónsson (f. 17. júlí 1938) er eigandi fornbókaverslunarinnar Bókarinnar á horni Hverfisgötu og Klapparstígs í miðbæ Reykjavíkur. Bragi hefur birst reglulega í bókmenntaþættinum Kiljunni og lagt til fróðleiksmola um eitt og annað því sem lýtur að bókmenntum Íslendinga.

Árið 2011 sendi Bragi frá sér bókina Sómamenn og fleira fólk sem inniheldur mannlýsingar og minningabrot. Bókinni fylgir DVD diskur.

Foreldrar Braga voru Elísabet Engilráð Ísleifsdóttir, húsmóðir og gjaldkeri, (18.september 1910-16.nóvember 2001) á Sauðárkróki, og Kristjón Kristjónsson forstjóri, (8.október 1908-6.janúar 1984).

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.