Extensible Stylesheet Language
Útlit
Extensible Stylesheet Language (skammstafað XSL) er flokkur mála sem notuð eru til að umbreyta og stjórna framsetningu XML-skjala. Upphafleg skilgreining XSL-vinnuhópsins hjá W3C skiptist í þrjá hluta:
- XSL-umbreytingar (XSLT): breytir XML-skjalinu í eitthvað annað
- XSL-forsniðshluti (XSL-FO): lýsir sjónrænni sniðmótun XML-skjals
- XML-slóðir (XPath): tilvísanir innan XML-skjals en er ekki sjálft XML
Upphaflega hugmyndin með XSL var að búa til eitthvað hliðstætt við DSSSL fyrir XML-skjöl. XSL-vinnuhópurinn tók til starfa hjá W3C árið 1997 og skilaði af sér drögum árið 1998. XSLT og XPath urðu W3C-tilmæli árið 1999 og XSL-FO árið 2001.