Fornafn
Útlit
Fornöfn (skammstafað sem fn.) eru fallorð[1] sem bæta ekki við sig greini né stigbreytast og eru því auðgreinanleg frá nafnorðum og lýsingarorðum.
Fornöfn skiptast í:[1]
- Persónufornöfn
- Eignarfornöfn
- Afturbeygt fornafn (orðið sig)
- Ábendingarfornöfn
- Spurnarfornöfn
- Tilvísunarfornöfn
- Óákveðin fornöfn
Fornöfn beygjast í kynjum, tölum og föllum.[1] Þau standa í sama setningarhluta og nafnorð, ýmist með þeim (hliðstæð) eða ein (sérstæð).