Fara í innihald

Getty Center

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Getty-stofnunin

Getty Center eða Getty-miðstöðin er menningarstofnun í Brentwood, Los Angeles í Kaliforníu. Hún hýsir Safn J. Paul Getty, Getty-rannsóknarstofnunina í sjónlistum og Getty-forvörslustofnunina. Upprunalega var Getty-safnið sýnt á heimili iðnjöfursins J. Paul Getty í Pacific Palisades í Los Angeles en 1996 flutti hluti þess í núverandi húsnæði. Forngripasöfnin með umdeildum forngripum frá Egyptalandi, Ítalíu og Grikklandi eru áfram hýst í Getty Villa í Pacific Palisades.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.