Gosberg
Útlit
Gosberg er storkuberg, sem myndast þegar kvika brýst upp úr jarðskorpunni. Gosberg er fínkornótt, dílótt eða glerkennt berg, sem myndast hefur í eldgosi og storknað hratt. Gosberg getur verið súrt, sem merkir að hlutfall kísils (SiO2) í berginu sé hærra en 65% af þunga. Basískt gosberg, eins og t.d. basalt og blágrýti, hefur minna en 52% kísilinnihald, en ísúrt gosberg, t.d. andesít og íslandit, hefur hlutfall kísils milli 52-65%.
Tegundir
storkubergs
| |||
---|---|---|---|
Tegund | Basískt < 52% SiO2 | Ísúrt 52-65% SiO2 | Súrt >65% SiO2 |
Gosberg: | Basalt | Andesít • Íslandít | Ríólít |
Gangberg: | Dólerít | Granófýr | |
Djúpberg: | Gabbró | Díórít | Granít |