Fara í innihald

Hugo-verðlaunin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hugo-verðlaun frá ýmsum tímum sýnd á Worldcon í Helsinki 2017.

Hugo-verðlaunin eru bókmenntaverðlaun sem veitt eru fyrir bestu skáldverk í flokki vísindaskáldskapar eða fantasíu. Verðlaunin eru kosin af þeim sem mæta á Worldcon-ráðstefnuna sem haldin er árlega. Verðlaunin draga nafn sitt af bandaríska ritstjóranum Hugo Gernsback. Þau voru fyrst veitt á 11. Worldcon-ráðstefnunni í Philadelphia árið 1953. Ásamt Nebula-verðlaununum eru Hugo-verðlaunin þekktustu verðlaun fyrir vísindaskáldskap í heiminum.[1]

Upphaflega voru verðlaunin veitt í 7 flokkum, en þeir hafa breyst í gegnum tíðina og eru nú 15 talsins. Þar á meðal eru fjögur verðlaun fyrir bestu skáldsögu í mismunandi lengdum (smásögu, nóvellettu, nóvellu og skáldsögu), bestu ritröð, bestu myndskreytingar o.s.frv. Verðlaunagripurinn er alltaf stílfærð eldflaug, en er annars breytilegur frá ári til árs.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Donahoo, Daniel (5. september 2010). „Hugo Award Winners Announced at AussieCon 4“. Wired. Condé Nast Publications. Afrit af uppruna á 9. júlí 2011. Sótt 13. júní 2011.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.