Roman Polanski
Roman Polanski | |
---|---|
Fæddur | Rajmund Roman Thierry Liebling 18. ágúst 1933 París í Frakklandi |
Ríkisfang |
|
Menntun |
|
Störf |
|
Ár virkur | 1953-í dag |
Maki |
|
Börn | 2, m.a. Morgane |
Rajmund Roman Thierry Polański (f. 18. ágúst 1933) er fransk-pólskur kvikmyndagerðarmaður. Hann fæddist í Frakklandi en flutti með foreldrum sínum, sem voru pólskir gyðingar, til Kraká árið 1937. Báðir foreldrar hans voru fluttir í fangabúðir nasista og móðir hans var myrt fljótlega eftir komu sína til Auschwitz. Hann lifði stríðsárin af á flótta. Eftir stríð gekk hann í Kvikmyndaskólann í Łódź. Hann vakti athygli fyrir sína fyrstu kvikmynd, Hnífur í vatni (1962), og flutti eftir það til Frakklands. Síðar bjó hann í Englandi og Bandaríkjunum þar sem hann giftist leikkonunni Sharon Tate. Hún var myrt í Hollywood af Manson-genginu meðan hann var við störf í London. Hann sneri aftur til Bandaríkjanna árið 1971. Árið 1977 var hann ákærður fyrir að nauðga barnungri fyrirsætu. Polanski, sem var þá orðinn franskur ríkisborgari, flúði til Frakklands og hefur ekki snúið aftur til Bandaríkjanna síðan. Bandarísk yfirvöld hafa nokkrum sinnum krafist framsals hans en án árangurs.
Polanski hefur gert mikinn fjölda kvikmynda og er margverðlaunaður leikstjóri. Meðal þekktustu mynda hans eru Viðbjóður (Repulsion) frá 1965, Blindgata (Cul-de-sac) frá 1966, Barn Rosemary (Rosemary's Baby) frá 1968, Kínahverfið (Chinatown) frá 1974, Leigjandinn (Le Locataire) frá 1976, Tess frá 1979, Örvænting (Frantic) frá 1988, Níunda hliðið (The Ninth Gate) frá 1999 og Píanóleikarinn (The Pianist) frá 2002.
Kvikmyndaskrá
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir í fullri lengd
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Upprunalegur titill | Íslenskur titill | Leikstjóri | Handritshöfundur | Framleiðandi | Athugasemdir |
---|---|---|---|---|---|---|
1962 | Nóż w wodzie | Hnífur í vatni | Já | Já | Nei | |
1964 | Aimez-vous les femmes? | Já | Nei | |||
1965 | Repulsion | Viðbjóður | Já | Já | Nei | |
1966 | Cul-de-sac | Blindgata | Já | Já | Nei | |
1967 | Dance of the Vampires | Óttalausu blóðsugubanarnir | Já | Já | Nei | Einnig titluð sem The Fearless Vampire Killers |
1968 | Rosemary's Baby | Barn Rosemary | Já | Já | Nei | |
1969 | Downhill Racer | Ótitlaður | Nei | Yfirferð á handriti | ||
1970 | A Day at the Beach | Einn dagur á ströndinni | Já | Ótitlaður | Byggt á Een dagje naar het strand eftir Simon Heere Heeresma | |
1971 | Le Bateau sur l'herbe | Já | Nei | |||
1971 | Macbeth | Já | Já | Nei | ||
1972 | Che? | Hvað? | Já | Já | Nei | Einnig titluð sem Diary of Forbidden Dreams |
1974 | Chinatown | Kínahverfið | Já | Ótitlaður | Nei | |
1976 | Le locataire | Leigjandinn | Já | Já | Nei | |
1979 | Hurricane | Ótitlaður | Nei | Handritshöfundur ásamt Lorenzo Semple Jr. | ||
1979 | Tess | Já | Já | Nei | ||
1986 | Pirates | Sjóræningjar | Já | Já | Nei | |
1988 | Frantic | Örvænting eða Á reiðiskjálfi | Já | Já | Nei | |
1992 | Bitter Moon | Bitur máni | Já | Já | Já | |
1994 | Death and the Maiden | Dauðinn og stúlkan | Já | Nei | Nei | |
1999 | The Ninth Gate | Níunda hliðið | Já | Já | Já | |
2002 | The Pianist | Píanóleikarinn | Já | Nei | Já | |
2005 | Oliver Twist | Já | Nei | Já | ||
2010 | The Ghost Writer | Skrifað af öðrum | Já | Já | Já | |
2011 | Carnage | Blóðbað | Já | Já | Nei | |
2013 | La Vénus à la fourrure | Venus í feldi | Já | Já | Nei | |
2017 | D'après une histoire vraie | Já | Já | Nei | ||
2019 | J'accuse | Ég ákæri | Já | Já | Nei | |
2023 | The Palace | Já | Já | Nei |