Stjórnmálahneyksli á Íslandi
Útlit
Stjórnmálahneyksli á Íslandi eru stjórnmálahneyksli sem komið hafa upp í Íslandssögunni og tengjast íslenskum stjórnmálamönnum:
Ártal | Nafn máls | Nafn aðila | Staða aðila | Flokkur | Dagsetning | Afleiðingar | |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1911 | Bankafarganið | Björn Jónsson | |||||
1923 | Mál Magnúsar Jónssonar | Magnús Jónsson | |||||
1930 | Stóra bomban | Jónas Jónsson og Helgi Tómasson | |||||
1932 | Mál Magnúsar Guðmundssonar | Magnús Guðmundsson | |||||
1937 | Kollumálið | Hermann Jónasson | Lögreglustjóri í Reykjavík | ||||
1941 | Herverndarmálið | Hermann Jónsson | Forsætisráðherra | ||||
1976 | Meiðyrðamálið um Vísi | Ólafur Jóhannesson | |||||
1987 | Grænubaunamálið | Steingrímur Hermannsson | |||||
1987 | Hafskipamálið | Albert Guðmundsson | |||||
1988 | Áfengiskaupamálið | Jón Baldvin Hannibalsson og Magnús Þoroddsen | |||||
1994 | Ríkisendurskoðunarmálið | Guðmundur Árni Stefánsson | |||||
2001 | Þjóðleikhúsmálið | Árni Johnsen | Alþingismaður | ||||
2004 | Samráð olíufélaganna | ||||||
2006 | Lundamálið | Einar K. Guðfinnsson | Sjávarútvegsráðherra | ||||
2007 | Frumherjamálið | ||||||
2008 | Aðstoðarmannamálið | Ólafur F. Magnússon | |||||
2008 | Mistök við sendingu tölvupósta | ||||||
2008 | Fjárdráttur vegna jakkafata | Björn Ingi Hrafnsson | |||||
2008-2009 | Efnahagskreppan á Íslandi | ||||||
2009 | Styrkjamálið | ||||||
2013 | Vafningsmálið | ||||||
2013-2014 | Lekamálið | ||||||
2015 | Orka Energy | ||||||
2015 | Fjárdráttur Björgvins Sigurðssonar | ||||||
2015-2016 | Borgunarmálið | ||||||
2016 | Ráðning Bladurs Guðlaugssonar | ||||||
2016 | Panamaskjölin | Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson | |||||
2016 | Wintrismálið | ||||||
2017 | Hjaltamálið | ||||||
2018 | Braggamálið | ||||||
2017 | Landsréttarmálið | ||||||
2018 | Klaustursmálið |
- (1911) Bankafarganið - Samþykkt er vantraust á Björn Jónsson, ráðherra Íslands, m. a. fyrir það, að hann hafði rekið bankastjóra Landsbankans úr starfi.
- (1923) Mál Magnúsar Jónssonar - Magnús Jónsson frá Úlfljótsvatni segir af sér embætti fjármálaráðherra, eftir að hann hafði verið gagnrýndur á Alþingi.
- (1930) Stóra bomban - Jónas Jónsson frá Hriflu rekur Helga Tómasson, yfirlækni á Kleppi, úr starfi, eftir að Helgi hafði veitt Jónasi sjúkdómsviðvörun.
- (1932) Mál Magnúsar Guðmundssonar - Magnús Guðmundsson, dómsmálaráðherra, segir af sér, eftir að Hermann Jónasson hafði dæmt hann sekan um lögbrot í máli, sem tengdist gjaldþrotaskiptum heildsala eins. Magnús tók aftur við embætti sínu, eftir að hann hafði verið sýknaður í Hæstarétti.
- (1937) Kollumálið - Hermann Jónasson þáverandi lögreglustjóri í Reykjavík og bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn sakaður um að hafa skotið æðarfugl sem var friðaður.
- (1941) Herverndarmálið - Hermann Jónasson forsætisráðherra biður Bertil Eric Kuniholm, ræðismann Bandaríkjanna, að skila því til yfirboðara sinna í Washington, að ekki verði neinir blökkumenn í herliði Bandaríkjanna á Íslandi, sem kom til Íslands samkvæmt herverndarsamningi Íslands og Bandaríkjanna.
- (1976) Ólafur Jóhannesson var dæmdur sekur fyrir meiðyrði fyrir ummælin „Mafía er hún og mafía skal hún heita“ og átti þá við hina svokölluðu Vísismafíu.
- (1987) Grænubaunamálið - Steingrímur Hermannsson sem þá var framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs keypti grænar baunir og annan mat fyrir Surtseyjarfélagið sem hann var formaður í. Reikningur vegna kaupanna fannst svo í bókhaldi Rannsóknaráðs, en þar voru grænu baunirnar skráðar sem viðhald á bifreið Rannsóknarráðs.
- (1987) Albert Guðmundsson sagði af sér embætti ráðherra vegna greiðslna sem fyrirtæki hans fékk frá Hafskip og höfðu ekki verið taldar fram
- (1988) Áfengiskaupamálið - Jón Baldvin Hannibalsson og Magnús Thoroddsen forseti Hæstaréttar voru gagnrýndir harðlega fyrir að kaupa áfengi á kostnaðarverði til persónulegra nota á árunum 1987-1988. Magnúsi vikið úr embætti af Halldóri Ásgrímssyni þáverandi dómsmálaráðherra til bráðabirgða vegna kaupa á rúmlega 2000 flöskum.
- (1994) Guðmundur Árni Stefánsson sagði af sér embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í nóvember 1994 eftir harða gagnrýni á embættisfærslur hans í skýrslu Ríkisendurskoðunar.
- (2001) Árni Johnsen segir af sér þingmennsku 2001. Hann er síðan dæmdur í fangelsi í framhaldinu fyrir ýmis auðgunarbrot.
- (2004) Þórólfur Árnason segir af sér embætti borgarstjóra Reykjavíkur í nóvember 2004 eftir ásakanir um að hann hafi verið brotlegur í samráði olíufélaganna.
- (2006) Lundamálið - Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra verður uppvís að ólöglegri lundaveiði í Grímsey á Steingrímsfirði án þess að vera með tilskilið veiðikort.
- (2008) Ólafur F. Magnússon rekur aðstoðarmann sinn tvívegis.
- (2008) Bjarni Harðarson segir af sér þingmennsku vegna mistaka við sendingu á tölvupósti sem átti að vera leynilegur og nafnlaus en fór óviljandi til fjölmiðla.
- (2008-2009) Efnahagskreppan á Íslandi 2008 íslensku viðskiptabankanna þriggja er meðal annars rakið til vanhæfni stjórnmála- og embættismanna.
- (2009) Styrkjamálið - Upp komst í apríl að Sjálfstæðisflokkurinn þáði 55 milljón króna styrk frá FL-Group og Landsbanka Íslands nokkrum dögum áður en 300.000 króna þak var sett á styrki til stjórnmálaflokka.
- (2013-2014) Lekamálið - Minnisblað sem innihélt bæði trúnaðarupplýsingar og ósannar sögusagnir um hælisleitandann Tony Omos var lekið af Gísla Frey Valdórssyni aðstoðarmanni Innanríkisráðherra Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Málið stóð yfir í meira en heilt ár þar til játning barst frá Gísla Frey, þá hafði ráðherra verið beitt mikilli gagnrýni fyrir afskipti af lögreglurannsókn málsins, meintar lygar í ræðustól á Alþingi og hafði hún ásakað bæði þingmenn annarra flokka og fjölmiðla sem uppruna málsins. Hanna Birna sagði af sér sem ráðherra 21. nóvember 2014 og tók Ólöf Nordal við af henni sem utanþingsráðherra.
- (2016) - Panamaskjölin
- (2017) - Uppreist æru
- (2018) - Braggamálið
- (2018) - Klaustursupptökurnar
Sjá einnig
[breyta | breyta frumkóða]
Þessi stjórnmálagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.