1. febrúar
dagsetning
Jan – Febrúar – Mar | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | ||
2024 Allir dagar |
1. febrúar er 32. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 333 dagar (334 á hlaupári) eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1327 - Játvarður 3. varð konungur Englands. Í raun var það þó Roger Mortimer, elskhugi móður hans, sem stýrði landinu næstu þrjú árin.
- 1328 - Karlleggur Kapet-ættar dó út í Frakklandi með Karli 4.
- 1328 - Karl 6. varð fyrsti konungur Frakklands af Valois-ætt.
- 1328 - Jóhanna 2. varð drottning Navarra og þar með slitnaði konungssamband Frakklands og Navarra.
- 1662 - Kínverski sjóræninginn Koxinga náði Sjálandsvirki Hollendinga á Tævan á sitt vald eftir níu mánaða umsátur og stofnaði þar konungsríkið Tungning.
- 1666 - Breska konungshirðin sneri aftur til London eftir Lundúnapláguna miklu.
- 1790 - Hæstiréttur Bandaríkjanna kom saman í fyrsta sinn í New York-borg.
- 1793 - Frakkland sagði Stóra-Bretlandi og Hollandi stríð á hendur.
- 1864 - Síðara Slésvíkurstríðið hófst þegar þýskir hermenn héldu yfir landamærin inn í Slésvík sem þá tilheyrði Danmörku.
- 1904 - Heimastjórnartímabilið: Hannes Hafstein varð fyrsti ráðherra Íslands með búsetu á Íslandi.
- 1917 - Þýskaland lýsti yfir ótakmörkuðum kafbátahernaði.
- 1918 - Rússland tók upp gregoríska tímatalið.
- 1930 - Kvenfélagasamband Íslands var stofnað í Reykjavík.
- 1935 - Áfengisbann var fellt úr gildi á Íslandi. Bannið hafði staðið í tuttugu ár og einn mánuð, eða frá 1. janúar 1915.
- 1946 - Norðmaðurinn Trygve Lie var kjörinn fyrsti aðalritari Sameinuðu þjóðanna.
- 1946 - Sundhöllin á Ísafirði var vígð.
- 1948 - Ríkisútvarpið hóf stuttbylgjusendingar fyrir Íslendinga erlendis.
- 1963 - Hastings Banda tók við sem fyrsti forsætisráðherra Malaví.
- 1970 - 236 manns létust í lestarslysi í Buenos Aires í Argentínu.
- 1973 - Viðlagasjóður var stofnaður til að bæta tjón eftir eldgosið í Vestmannaeyjum.
- 1977 - Síðasta mjólkurbúðin í Reykjavík var lögð niður.
- 1977 - Ítalska sjónvarpsstöðin RAI hóf útsendingar í lit.
- 1978 - Kvikmyndaleikstjórinn Roman Polanski flúði frá Bandaríkjunum eftir að hafa játað að hafa haft kynmök við 13 ára stúlku.
- 1979 - Íranska byltingin: Ayatollah Khomeini, æðsti maður íslam í Íran, sneri heim úr margra ára útlegð í París.
- 1982 - Senegal og Gambía mynduðu laustengt ríkjasamband, Senegambíu.
- 1984 - Medicare tók gildi í Ástralíu.
- 1985 - Keiluhöllin var opnuð í Öskjuhlíð.
- 1991 - 1200 fórust þegar jarðskjálfti reið yfir Pakistan og Afganistan.
- 1991 - Síðustu apartheid-lögin voru afnumin í Suður-Afríku.
- 1992 - Bandaríska strandgæslan hóf að flytja flóttamenn frá Haítí aftur til heimalands síns.
- 1993 - Evrópusambandið hóf aðildarviðræður við Svíþjóð, Finnland og Austurríki.
- 1994 - Metsöluplata bandarísku hljómsveitarinnar Green Day, Dookie, kom út.
- 1995 - Richey Edwards, söngvari velsku hljómsveitarinnar Manic Street Preachers, hvarf af hóteli sínu í Bayswater í London.
- 2000 - 35 tíma vinnuvika var leidd í lög í Frakklandi
- 2001 - Síðdegisþáttur Bylgjunnar, Reykjavík síðdegis, fór í loftið.
- 2001 - Abdel Basset al-Megrahi, líbýskur hryðjuverkamaður, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að sprengja farþegaþotu frá PanAm yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988 með þeim afleiðingum að 270 manns fórust.
- 2003 - Geimskutlan Columbia fórst yfir Texas þegar hún flaug aftur inn í lofthjúp jarðar. Allir geimfararnir fórust, sjö talsins.
- 2003 - Þórólfur Árnason tók við sem borgarstjóri Reykjavíkurborgar.
- 2004 - Norræna vinstri-græna bandalagið var stofnað í Reykjavík.
- 2004 - Yfir 240 pílagrímar létust í troðningi í Mekka í Sádí-Arabíu.
- 2004 - Yfir 100 létust í sprengjutilræðum í Arbil í Íraska Kúrdistan.
- 2004 - Vísindamenn frá Joint Institute for Nuclear Research sögðu frá uppgötvun frumefnanna nihoníns og moskóvíns.
- 2009 - Kírill af Moskvu tók við embætti patríarka rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar.
- 2009 - Jóhanna Sigurðardóttir tók við starfi forsætisráðherra. Hún var fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Íslands og fyrsti opinberlega samkynhneigði einstaklingur í heimi til að gegna starfi forsætisráðherra.
- 2009 - Eldur í bílaflutningabíl olli 111 dauðsföllum í Kenýa.
- 2012 - Uppþotin á Port Said-leikvanginum: Yfir 70 létust í óeirðum í kjölfar knattspyrnuleiks í Port Said í Egyptalandi.
- 2014 - 14 létust þegar eldfjallið Sinabung á Súmötru gaus.
- 2016 - 10 létust í sjálfsmorðssprengjuárásum í Kabúl í Afganistan.
- 2017 - Samkynhneigt par var gefið saman í fyrsta sinn í kirkju í Noregi.
- 2019 – Donald Trump dró Bandaríkin út úr Samningi um meðaldræg kjarnavopn frá 1987 vegna meintra brota Rússa gegn samningnum. Daginn eftir drógu Rússar sig út úr samningnum.
- 2021 – Herinn í Mjanmar framdi valdarán gegn ríkisstjórn Aung San Suu Kyi.
Fædd
breyta- 1455 - Hans konungur Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar (d. 1513).
- 1643 - Sigurður Björnsson, lögmaður sunnan og austan (d. 1723).
- 1690 - Francesco Maria Veracini, ítalskt tónskáld (d. 1768).
- 1707 - Friðrik, prins af Wales (d. 1751).
- 1761 - Christian Hendrik Persoon, suðurafrískur sveppafræðingur (d. 1836).
- 1833 - Eiríkur Magnússon, íslenskur bókavörður (d. 1913).
- 1848 - Valdimar Briem, íslenskur vígslubiskup (d. 1930).
- 1857 - Páll J. Árdal, íslenskt skáld (d. 1930).
- 1894 - John Ford, bandarískur leikstjóri (d. 1973).
- 1901 - Clark Gable, bandarískur leikari (d. 1960).
- 1902 - Langston Hughes, bandarískt skáld (d. 1967).
- 1927 - Tage Ammendrup, dagskrárgerðarmaður hjá Sjónvarpinu og hljómplötuútgefandi (d. 1995).
- 1931 - Boris Jeltsín, Rússlandsforseti (d. 2007).
- 1942 - Terry Jones, breskur gamanleikari (d. 2020).
- 1950 - Mauri Kunnas, finnskur barnabókahöfundur.
- 1972 - Leymah Gbowee, líberískur aðgerðasinni og Nóbelsverðlaunahafi.
- 1976 - Katrín Jakobsdóttir, íslensk stjórnmálakona.
- 1977 - Erla Hendriksdóttir, íslensk knattspyrnukona.
- 1979 - Björn Jón Bragason, íslenskur sagnfræðingur.
- 1984 - Kristín Ýr Bjarnadóttir, íslensk knattspyrnukona.
- 1986 - Sigfús Páll Sigfússon, íslenskur handknattleiksmaður.
- 1994 - Harry Styles, enskur söngvari.
Dáin
breyta- 1313 - Jörundur Þorsteinsson Hólabiskup.
- 1328 - Karl 4. Frakkakonungur (f. 1294).
- 1691 - Alexander 8. páfi (f. 1610).
- 1733 - Ágúst sterki Póllandskonungur (f. 1670).
- 1785 - Hálfdan Einarsson, skólameistari Hólaskóla (f. 1732).
- 1851 - Mary Shelley, enskur rithöfundur (f. 1797).
- 1873 - Matthew Fontaine Maury, franskur haffræðingur (f. 1806).
- 1944 - Piet Mondrian, hollenskur listmálari (f. 1872).
- 1966 - Buster Keaton, bandarískur leikari (f. 1895).
- 1971 - Bob Hilliard, bandarískur textahöfundur (f. 1918).
- 2007 - Hallgerður Gísladóttir, íslenskur sagnfræðingur og þjóðfræðingur (f. 1952).
- 2010 - Steingrímur Hermannsson, fyrrum forsætisráðherra Íslands (f. 1928).
- 2012 - Wisława Szymborska, pólskt skáld (f. 1923).
- 2014 - Maximilian Schell, austurrísk-svissneskur leikari (f. 1930).