25. febrúar
dagsetning
Jan – Febrúar – Mar | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | ||
2024 Allir dagar |
25. febrúar er 56. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 309 dagar (310 á hlaupári) eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 515 f.Kr. - Lokið var við byggingu annars musterisins í Jerúsalem.
- 1570 - Píus 5. páfi bannfærði Elísabetu 1. með páfabullunni Regnans in Excelsis.
- 1601 - Robert Devereux var hálshöggvinn fyrir drottinsvik.
- 1601 - Tycho Brahe flutti með öll sín tæki í höll Curtiusar í Prag.
- 1623 - Maximilían hertogi af Bæjaralandi var skipaður einvaldur í Pfalz.
- 1634 - Hermenn myrtu Albrecht von Wallenstein að undirlagi keisarans vegna gruns um að hann væri að semja um frið við sænska herinn.
- 1672 - Þórður Þorláksson var vígður Skálholtsbiskup.
- 1836 - Samuel Colt fékk bandarískt einkaleyfi á Colt-skammbyssu.
- 1847 - Iowa-háskóli var stofnaður í Bandaríkjunum.
- 1909 - Samþykkt var vantrauststillaga á þingi gegn Birni Jónssyni ráðherra Íslands.
- 1920 - Annað ráðuneyti Jóns Magnússonar tók við völdum. Jón sat áfram sem forsætisráðherra Íslands í tvö ár.
- 1921 - Rauði herinn kom til Tbilisi og setti upp kommúníska leppstjórn.
- 1942 - Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna var stofnuð á Íslandi.
- 1944 - Alþingi samþykkti einróma að sambandslögin um konungssamband Íslands og Danmerkur væru fallin úr gildi.
- 1964 - Fyrsta skopmynd Sigmunds Jóhannssonar birtist í Morgunblaðinu og sýndi hún landgöngu í Surtsey.
- 1966 - Bandaríska söngkonan Ella Fitzgerald kom til Íslands og hélt tónleika í Háskólabíói.
- 1975 - Ragnhildur Helgadóttir var fyrst kvenna kosin forseti Norðurlandaráðs á þingi þess sem haldið var í Reykjavík.
- 1977 - 42 létust í bruna í Hotell Rossíja í Moskvu.
- 1980 - Herinn framdi valdarán í Súrínam og steypti stjórn Henck Arron af stóli.
- 1982 - Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp þann dóm að kennarar sem refsuðu nemendum með hýðingum gegn vilja foreldra þeirra brytu gegn mannréttindasáttmálanum.
- 1985 - Réttarhöld yfir Arne Treholt hófust í Noregi.
- 1986 - Corazon Aquino varð forseti Filippseyja. Ferdinand og Imelda Marcos flúðu land.
- 1987 - Fosfórítstríðið hófst í Eistlandi.
- 1991 - Persaflóastríðið: Írösk Scud-flaug hitti bandarískan herskála í Dhahran, Sádí-Arabíu, með þeim afleiðingum að 29 hermenn létust og 99 særðust.
- 1992 - Fjöldamorðin í Khojaly: Hundruð íbúa Khojaly í Nagornó-Karabak voru myrtar af armenskum hersveitum þegar þeir reyndu að flýja bæinn.
- 1994 - Baruch Goldstein hóf skothríð inni í helli Makpelas í Hebron og myrti 29 múslima áður en viðstaddir börðu hann til bana.
- 1996 - 25 létust og 80 særðust í tveimur sjálfsmorðssprengjuárásum í Ísrael. Hamas lýsti ábyrgð á tilræðinu á hendur sér.
- 2001 - Leiðtogi EZLN í Mexíkó, Marcos undirherforingi, hóf göngu til Mexíkóborgar til stuðnings réttindum frumbyggja.
- 2004 - Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin fór til Marokkó til rústabjörgunnar.
- 2010 - Viktor Janúkóvitsj tók við embætti forseta Úkraínu.
- 2014 - Mótmælin gegn afturköllun umsóknar um aðild Íslands að Evrópusambandinu héldu áfram og mættu um 3000 manns til mótmæla annan daginn í röð.
- 2014 - 59 drengir voru myrtir í árás á skóla í Yobe-fylki í Nígeríu. Talið er að Boko Haram beri ábyrgð á árásinni.
- 2022 - Öllum takmörkunum vegna COVID-19-faraldursins á Íslandi var aflétt innanlands þrátt fyrir mikinn fjölda daglegra smita.
Fædd
breyta- 1643 - Akmeð 2. Tyrkjasoldán (d. 1695).
- 1682 - Giovanni Battista Morgagni, ítalskur líffærafræðingur (d. 1771).
- 1841 - Pierre-Auguste Renoir, franskur myndhöggvari og listmálari (d. 1919).
- 1862 - Helen Bannerman, skoskur barnabókahöfundur (d. 1946).
- 1866 - Benedetto Croce, ítalskur heimspekingur (d. 1952).
- 1871 - Lesja Úkrajínka, úkraínskt skáld og rithöfundur (d. 1913).
- 1881 - Aleksej Rykov, rússneskur byltingarmaður (d. 1938).
- 1897 - Pétur Hoffmann Salómonsson, íslenskur sjómaður og safnari (d. 1980).
- 1901 - Zeppo Marx, bandarískur grínisti (d. 1979).
- 1903 - Guillermo Subiabre, síleskur knattspyrnumaður (d. 1964).
- 1919 - Magnús Kjartansson, íslenskur stjórnmálamaður (d. 1981).
- 1928 - Paul Elvstrøm, danskur siglingamaður (d. 2016).
- 1942 - Þorsteinn Eggertsson, íslenskur myndlistarmaður og textahöfundur.
- 1943 - George Harrison, gítarleikari í Bítlunum (d. 2001).
- 1944 - Carlos Pachamé, argentínskur knattspyrnumaður.
- 1947 - Doug Yule, bandarískur bassaleikari, (The Velvet Underground).
- 1948 - Friedrich Koncilia, austurrískur knattspyrnumaður.
- 1950 - Néstor Kirchner, forseti Argentínu (d. 2010).
- 1952 - Tomas Ledin, sænskur söngvari.
- 1953 - José María Aznar, forsætisráðherra Spánar.
- 1955 - Parviz Parastui, íranskur leikari.
- 1958 - Kurt Rambis, bandarískur körfuboltamaður.
- 1958 - Sigrún Svavarsdóttir, íslenskur heimspekingur.
- 1961 - Chris Pitman, hljómborðsleikari Guns N' Roses.
- 1963 - Jón Ólafsson, íslenskur tónlistarmaður.
- 1965 - Carrot Top, bandarískur leikari.
- 1967 - Nick Leeson, breskur verðbréfasali.
- 1974 - Nína Dögg Filippusdóttir, íslensk leikkona.
- 1978 - Yuji Nakazawa, japanskur knattspyrnumaður.
- 1981 - Park Ji-Sung, suðurkóreskur knattspyrnumaður.
- 1982 - Chris Baird, norðurírskur knattspyrnumaður.
- 1982 - Kristín Þóra Haraldsdóttir, íslensk leikkona.
- 1982 - Bert McCracken, bandarískur söngvari (The Used).
- 1982 - Guðmundur Arnar Guðmundsson, íslenskur kvikmyndaleikstjóri.
- 1983 - Eduardo da Silva, brasi- og króatískur knattspyrnumaður.
- 1985 - Joakim Noah, bandarískur körfuknattleiksmaður.
- 1988 - Rúrik Gíslason, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1994 - Guðjón Reynisson, íslenskur trommari.
- 1999 - Gianluigi Donnarumma, ítalskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 1558 - Elinóra af Austurríki, drottning Portúgals og síðar Frakklands (f. 1498).
- 1634 - Albrecht von Wallenstein, tékkneskur hershöfðingi (f. 1583).
- 1713 - Friðrik 1. Prússakonungur (f. 1657).
- 1723 - Christopher Wren, enskur arkitekt (f. 1623).
- 1934 - Björg Karítas Þorláksdóttir, íslenskur sálfræðingur (f. 1874).
- 1966 - Víktor Kravtsjenko, rússneskur embættismaður (f. 1905).
- 1983 - Tennessee Williams, bandarískt leikskáld (f. 1911).
- 1999 - Glenn T. Seaborg, bandarískur efnafræðingur, handhafi Nóbelsverðlaunanna í efnafræði (f. 1912).
- 2013 - C. Everett Koop, bandarískur skurðlæknir (f. 1916).
- 2020 - Ragnar Bjarnason, íslenskur söngvari (f. 1934)