Fara í innihald

Nína Björk Árnadóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Nína Björk Árnadóttir (7. júní 194116. apríl 2000) var íslenskur rithöfundur, ljóðskáld og leikskáld.

Nína Björk var fædd á Þóreyjarnúpi í Línakradal í Vestur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hennar voru Árni Sigurjónsson, systursonur Stefáns frá Hvítadal, og kona hans Lára Hólmfreðsdóttir, en Nína Björk var fóstruð frá þrettán mánaða aldri af hjónum Ragnheiði Ólafsdóttur og Gísla Sæmundssyni, sem bjuggu á Garðsstöðum við Ögur í Ísafjarðardjúpi til 1946 og síðan í Reykjavík. Nína Björk stundaði gagnfræðanám á Núpi í Dýrafirði og síðan leiklistarnám í Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur.

Árið 1965 kom út fyrsta ljóðabók Nínu Bjarkar, Ung ljóð, sem vakti mikla athygli og var fljótlega þýdd á dönsku. Síðan komu frá henni níu ljóðabækur, tvær skáldsögur (Móðir, kona, meyja og Þriðja ástin) og nokkur leikrit. Þeirra þekktust eru líklega Súkkulaði handa Silju og Fugl sem flaug á snúru. Einnig skrifaði hún ævisögu myndlistarmannsins Alfreðs Flóka. Leikrit hennar voru sett upp í Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur, Leikfélagi Akureyrar og víðar, auk þess sem þau voru flutt í útvarpi, bæði á Íslandi og erlendis.

Nína Björk fékk ýmsar viðurkenningar fyrir skáldskap sinn og var borgarlistamaður í Reykjavík árið 1985. Ljóð hennar voru þýdd á ýmis tungumál; öll Norðurlandamálin, þýsku, spænsku, rússnesku, pólsku, nokkur indversk tungumál og fleiri.

Eiginmaður Nínu Bjarkar var Bragi Kristjónsson bóksali og eignuðust þau þrjá syni.