Saga - 1970, Blaðsíða 164
162
JÓN SIGURÐSSON
overfor sparekassen; han har vel fáet nogle vink heron1
fra Sjællandske bonder, særlig Jens Rasmussen Sner-
tinge“.° Þannig lýsir Bojsen brotthlaupi Albertis sem
hentistefnu. Bojsen heldur áfram og lýsir átökum við
Alberti á landsfundi flokksins í Óðinsvéum síðla í nóv-
ember 1893, en það bætir því einu við, að bilið fór smá-
breikkandi milli þeiiTa, unz ekki varð aftur snúið.
Berntsen hefur aðrar skýringar á brotthlaupi Albertis
en Bojsen og sýnir það a. m. k., hve hæpnar bollalegging'
ar eru, og ekki sízt er þess er gætt, að þessir heimildar-
menn báðir höfðu mikilla hagsmuna að gæta. Berntsen
minnir á, að Vinstrimenn Bojsens hafi gert ráð fyrir, að
samsteypustjóm með þátttöku þeirra tæki við af ríkis-
stjórn Estrups eftir sættirnar og á grundvelli þeirra. Á
fundi, þar sem þetta kom til tals, krafðist Alberti þeSS
að fá að sjá ráðherralistann. Berntsen heldur áfram:
„ ... og da Bojsen svarede ham, at derom forelaa der ingen
Aftale, erklærede Alberti, at saa vilde han ikke f°l£e
Partiet længer, da det var hans Overbevisning, at Venstre
blev snydt“.7 En Bemtsen heldur enn áfram og gefur sem
niðurstöðu sína og kemur upp um hlutdrægni sína um leið •
„Honum lá augsýnilega á að komast til valda. Hvers vegna’
— rann fyrst upp fyrir okkur 14 árum seinna.“ Hér eI
að vísu að finna stuðning við það álit, að Alberti hafi
talið, að stefna flokksins væri svikin með sáttunum einS
og þær urðu að lokum. Hann hefur þannig talið, að °i"
langt hafi verið gengið til móts við Hægristjórn Estrups-
Enn fremur styður Bemtsen frásögn Bojsens af t01'
tryggni Albertis í garð æðstu forystu flokksins. En ka*1
Berntsens er ljós. Hann hefur vafalaust talið sér i"'1
launaða aðstoðina frá kosningunum í Köge árið 1892.
Bojsen kveðst fyrst hafa tekið að gruna Alberti um
græsku hálfum mánuði áður en Þjóðþingið gekk til
kvæða um sáttafrumvarpið, en atkvæðagreiðslan fór fi"1111
hinn 30. mars 1894.8 Var það vegna greinar, er Albel
reit í „Dannebrog“ 17. marz. Þótti Bojsen þar gæta i-o!'