Saga - 1970, Blaðsíða 304
302
ÞÖRÐUR TÓMASSON
nefnist Berjaneshöfði eða Höfði. Er hann með háum rofa-
börðum eftir sandfok og landbrot Affalls. Sennilega hefur
Affallsbakkinn haldið áfram í svipaðri hæð allt inn í Öldu-
hæð í Auraseli. Skammt suður frá ölduhæð var svonefndur
Langimelur, löng sandhæð, norðaustast af Innstufit við
Affall. Einar Einarsson frá Berjanesi fór úr lambasetu a
fitinni árið 1896 upp í Langamel. Þar var þá gríðarhá gras-
torfa, blásin á allar hliðar, um tveggja kapla flekkstærð,
að Einar hélt. Þessa grastorfu blés gersamlega upp í miklu
austanroki skömmu seinna. ögmundur í Auraseli hafði
slegið þessa torfu á fyrri búskaparárum sínum og heyj'
aði þar um átta kapla. Þetta voru leifar gamla Affallsbakk-
ans á þeim stað.
Hálendið austan Affalls náði ekki svona innarlega a
seinni öldum. Það endaði inn í Ossabæjarhöfðanum, seiu
bærinn Ossabær (Vorsabær) stendur nú á, og á Ossabæj-
arvelli. Minjar þessarar bungu, suður og suðvestur, iua
enn sjá milli Ossabæjar og Kanastaða, ekki sízt í bæjar-
stæði gamla Vorsabæjar, sem fór í eyði um 1705. MikiH
uppblástur var á þessu svæði fram um aldamótin 1900. UpP
frá Voðmúlastöðum í Landeyjum, í stefnu á Stóru-Dímon,
var Hallvarðarskógur fyrr á öldum, þar sem nú er eyði-
sandur. Einar frá Berjanesi man eftir því, að á barnsaldn
var hann sendur austur í Voðmúlastaðahverfi. Þá voru
melar með strjálu skógarkjarri austan við gamla Vorsa-
bæ. Telur Einar, að það hafi verið birkikjarr, en ekki víði'
kjarr.
Fram um miðja 19. öld var mikið melaland fyrir ofan
Brók í Vestur-Landeyjum. Þar var þá skógarkjarr á stökn
stað. Mundi Jón Atlason bóndi í Ey eftir því, þegar veri
var að rífa það upp til eldiviðar á vorin.
Bleiksá hefur vafalaust átt þátt í að halda uppblæstri ‘
skefjum, meðan í henni var vatnsrennsli til muna. El-k*
er ástæða til að efa, að Bleiksá í Fljótshlíð hafi átt þama
farveg í fomöld. Hægt er að fylgja farvegi hennar suðui
eftir Vestur-Landeyjum, um Fíflholtsland og BergþórS'