29. febrúar
Útlit
Jan – Febrúar – Mar | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | ||
2024 Allir dagar |
29. febrúar er hlaupársdagur samkvæmt gregoríska tímatalinu og ber því aðeins upp á hlaupári. Hann er þá 60. dagur ársins og eru 306 dagar eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1720 - Úlrika Leonóra Svíadrottning sagði af sér eftir rúmt ár á hásætinu og maður hennar, Friðrik 1., varð konungur Svíþjóðar.
- 1884 - Blaðið Fjallkonan hóf göngu sína og kom út tvisvar eða þrisvar í mánuði til vors 1911.
- 1952 - Eyjan Helgoland komst aftur undir stjórn Þjóðverja.
- 1960 - Jarðskjálfti reið yfir Agadir í Marokkó.
- 1968 - Mikil flóð urðu í Ölfusá með jakaburði, sem olli miklum skemmdum á Selfossi.
- 1992 - Reykjavíkurborg hélt upp á það að íbúafjöldinn hefði náð eitt hundrað þúsund manns. Í tilefni af því var öllum 100 ára Reykvíkingum og eldri boðið til veislu í Höfða.
- 1996 - Ríkisstjórn Bosníu og Hersegóvínu lýsti því yfir að umsátrinu um Sarajevó væri lokið.
- 1996 - Faucett flug 251 hrapaði í Andesfjöllum. Allir 123 um borð fórust.
- 2000 - Hlaupársdag bar upp á aldarári í fyrsta sinn frá árinu 1600.
- 2004 - Jean-Bertrand Aristide hætti sem forseti Haítí eftir uppþot á eyjunum.
- 2004 - Milljónir kjúklinga voru drepnir í Asíu til að hefta útbreiðslu fuglaflensu.
- 2007 - Hið íslenska töframannagildi var stofnað.
- 2008 - Íbúar Hafnarfjarðar urðu 25.000 talsins í fyrsta sinn.
- 2020 – Bandaríkjamenn undirrituðu friðarsamkomulag við Talíbana í von um að binda enda á stríðið í Afganistan.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1792 - Gioachino Rossini, ítalskt tónskáld (d. 1868).
- 1908 - Balthus, pólsk-franskur listmálari (d. 2001).
- 1912 - Manuel Rosas, mexíkóskur knattspyrnumaður (d. 1989).
- 1928 - Joss Ackland, breskur leikari.
- 1940 - Bartólólemus 1., patríarki í Konstantínópel.
- 1956 - Aileen Wuornos, bandarískur raðmorðingi (d. 2002).
- 1972 - Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar.
- 1976 - Ja Rule, bandarískur rappari og leikari.
- 1984 - Darren Ambrose, enskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 468 - Hilarus páfi.
- 1868 - Lúðvík 1., konungur Bæjaralands (f. 1819).
- 1944 - Pehr Evind Svinhufvud, forseti Finnlands (f. 1861).
- 1956 - Elpidio Quirino, forseti Filippseyja (f. 1890).
- 1968 - Tore Ørjasæter, norskt ljóðskáld (f. 1886).
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Category:29 February.