9. júní
Útlit
Maí – Júní – Júl | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | ||||||
2024 Allir dagar |
9. júní er 160. dagur ársins (161. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 205 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 68 - Neró stytti sér aldur.
- 1357 - Framkvæmdir hófust við Karlsbrúna í Prag.
- 1526 - Go-Nara varð Japanskeisari.
- 1534 - Jacques Cartier sá Lawrence-fljót fyrstur Evrópubúa.
- 1572 - Hinrik 3. varð konungur Navarra.
- 1595 - Hinrik 4. Frakkakonungur vann sigur á Spánverjum í orrustunni við Fontaine-Française en var nær fallinn í valinn vegna fífldirfsku sinnar.
- 1741 - Ferming barna var lögfest á Íslandi en hafði áður tíðkast um aldaraðir.
- 1815 - Vínarfundinum lauk.
- 1878 - Dýragarðurinn í Leipzig var stofnaður.
- 1880 - Hornsteinn var lagður að Alþingishúsinu við Austurvöll. Húsið var tekið í notkun 1. júlí 1881.
- 1919 - Knattspyrnufélagið Framtíðin var stofnað í Hafnarfirði.
- 1943 - Hæstiréttur Íslands sýknaði útgefendur Hrafnkels sögu Freysgoða, sem höfðu gefið söguna út án samræmdrar stafsetningar fornrar. Meðal útgefendanna var Halldór Laxness.
- 1957 - Broad Peak (tólfta hæsta fjall heims) var klifið í fyrsta sinn.
- 1958 - Fyrsta Sjálfsbjargarfélagið var stofnað á Siglufirði.
- 1958 - London Gatwick-flugvöllur var opnaður.
- 1963 - Alþingiskosningar voru haldnar á Íslandi.
- 1965 - 4. Keflavíkurgangan var haldin af Samtökum hernámsandstæðinga.
- 1971 - Noregur hóf fyrstu tilraunadælingu hráolíu af hafsbotni á Friggjarsvæðinu í Norðursjó.
- 1973 - Secretariat vann Triple Crown-keppnina.
- 1976 - Benny Goodman kom til Íslands og hélt tónleika á Listahátíð í Reykjavík.
- 1983 - Íhaldsflokkur Margaret Thatcher sigraði þingkosningar í Bretlandi með miklum mun.
- 1993 - Bandaríska kvikmyndin Júragarðurinn var frumsýnd.
- 1994 - Síldin kom aftur í íslenska landhelgi eftir 26 ára hlé.
- 1998 - Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1998 hófst í Frakklandi.
- 1999 - Kosóvóstríðið: Friðarsamningur var undirritaður milli Júgóslavíu og NATO.
- 2002 - Kirkjubólshreppur og Hólmavíkurhreppur á Ströndum sameinuðust undir nafni þess síðarnefnda.
- 2002 - Þingvallahreppur, Laugardalshreppur og Biskupstungnahreppur sameinuðust í sveitarfélagið Bláskógabyggð.
- 2004 - Andrés Önd átti 70 ára afmæli.
- 2006 - Heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2006: Opnunarleikurinn var leikinn á Allianz Arena í München.
- 2007 - Héraðssamband Þingeyinga var stofnað.
- 2016 - Konungur Taílands, Bhumibol Adulyadej, hélt demantskrýningarhátíð sína eftir 70 ár í valdastóli.
- 2019 – Mótmælin í Hong Kong: Rúmlega milljón manns í Hong Kong mótmæltu fyrirhugaðri löggjöf um framsal glæpamanna til Kína í stærstu mótmælum Hong Kong frá árinu 1997.
- 2019 - Sprengigos varð í Sinabung-fjalli á Indónesíu. 7 km hár gosmökkur barst frá eldfjallinu.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1640 - Leópold 1. keisari hins Heilaga rómverska ríkis (d. 1705).
- 1661 - Fjodor 3. Rússakeisari (d. 1682).
- 1672 - Pétur mikli, Rússakeisari (d. 1725).
- 1836 - Elizabeth Garrett Anderson, enskur læknir (d. 1917).
- 1843 - Bertha von Suttner, austurrískur friðarsinni (d. 1914).
- 1849 - Michael Ancher, danskur listmálari (d. 1927).
- 1886 - Martinus Simson, danskur fjöllistamaður (d. 1974).
- 1889 - Katrín Pálsdóttir, bæjarfulltrúi í Reykjavík (d. 1952).
- 1897 - Stefán Einarsson, íslenskur málfræðingur (d. 1972).
- 1911 - Leopold Kielholz, svissneskur knattspyrnumaður og þjálfari (d. 1980).
- 1909 - Tokizo Ichihashi, japanskur knattspyrnumaður (d. ?).
- 1914 - Ludvig Holm-Olsen, norskur textafræðingur (d. 1990).
- 1915 - Les Paul, bandarískur gítarleikari (d. 2009).
- 1937 - Harald Rosenthal, þýskur líffræðingur.
- 1941 - Jon Lord, enskur orgelleikari (Deep Purple) (d. 2012).
- 1960 - Þór Saari, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1961 - Michael J. Fox, kanadískur leikari.
- 1963 - Johnny Depp, bandarískur leikari.
- 1967 - Helgi Hjörvar, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1968 - Gunnar Bragi Sveinsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1977 - Peja Stojakovic, serbneskur körfuknattleiksmaður.
- 1978 - Matthew Bellamy, breskur tónlistarmaður (Muse).
- 1978 - Miroslav Klose, þýskur knattspyrnumaður.
- 1981 - Natalie Portman, ísraelsk leikkona.
- 1982 - Christina Stürmer, austurrísk söngkona.
- 1982 - Yoshito Okubo, japanskur knattspyrnumaður.
- 1983 - Ásta Árnadóttir, íslensk knattspyrnukona.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 68 - Neró, keisari í Rómaveldi (f. 37).
- 597 - Kólumkilli, írskur munkur (f. 521).
- 1361 - Philippe de Vitry, franskt tónskáld (f. 1291).
- 1597 - José de Anchieta, spænskur trúboði (f. 1534).
- 1681 - William Lilly, enskur stjörnufræðingur (f. 1602).
- 1870 - Charles Dickens, breskur rithöfundur (f. 1812).
- 1878 - Karl Lehrs, þýskur fornfræðingur (f. 1802).
- 1882 - Þóra Gunnarsdóttir, íslensk prestfrú (f. 1812).
- 1894 - Friedrich Louis Dobermann, þýskur hundaræktandi (f. 1834).
- 1927 - Victoria Woodhull, bandarísk stjórnmálakona (f. 1838).
- 1974 - Miguel Angel Asturias, gvatemalískur rithöfundur (f. 1899).
- 1985 - Eric Voegelin, þýskur hagfræðingur (f. 1901).
- 2008 - Ólafur Skúlason, biskup Íslands (f. 1929).
- 2022 - Matt Zimmerman, Kanadískur leikari (f. 1934).